- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingur kominn í toppbaráttu

Leikmenn Víkings fá Framarar í heimsókn í kvöld. Mynd/Víkingur
- Auglýsing -

Víkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu ungmennalið Fram í hörkuleik í Grill66-deild kvenna í handknattleik í Víkinni í kvöld. Lokatölur, 32:30, fyrir Víkinga sem nú eru komnir upp í efri hluta deildarinnar með sex stig eins og Selfoss og ungmennalið Fram eftir fimm leiki. Selfoss á leik inni. FH og ÍR eru efst með sjö stig. Toppbarátta Grill66-deildar harðnaði með þessum sigri Víkinga.


Auður Brynja Sölvadóttir og Arna Þyrí Ólafsdóttir skoruðu níu mörk hvor í leiknum fyrir Víkingsliðið sem var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12. Svölu Júlíu Gunnarsdóttur héldu engin bönd í liði Fram. Hún skoraði 13 mörk.


Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 9, Arna Þyrí Ólafsdóttir 9, Elín Helga Lárusdóttir 5, Ester Inga Ögmundsdóttir 3, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 3, Ástrós Birta Birgisdóttir 2, Sigurlaug Jónsdóttir 1.

Mörk Fram: Svala Júlía Gunnarsdóttir 13, Tinna Valgerður Gísladóttir 8, Valgerður Arnalds 5, Margrét Castillo 3, Elín Ása Bjarnadóttir 1.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -