- Auglýsing -

Fjölmennur hópur valinn til æfinga hjá U19 ára landsliðinu

U18 ára landsliðið, þjálfarar og aðstoðarfólk á HM í sumar. Mynd/Aðsend

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U19 ára landsliðs kvenna hafa valið fjölmennan hóp leikmanna til æfinga frá 28. september til 2. október 2022. Uppistaða hópsins eru leikmenn sem voru í U18 ára landsliðinu sem hafnaði í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Skopje í Norður Makedóníu í ágúst.


Á næsta ári stendur fyrir dyrum Evrópumót landsliða í þessum aldursflokki.


Æfingahópurinn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, HK.
Amelía Laufey M. Gunnarsdóttir, HK.
Anna Valdís Garðarsdóttir, HK.
Berglind Gunnarsdóttir, Val.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, Val.
Dagbjört Ýr Ólafsdóttir, ÍR.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Selfossi.
Elísa Elíasdóttir, ÍBV.
Elísa Helga Sigurðardóttir, Haukum.
Embla Steinþórsdóttir, HK.
Ethel Gyða Bjarnasen, HK.
Hildur Lilja Jónsdóttir, KA/Þór.

Inga Dís Jóhannsdóttir, HK.
Ísabella Schöbel Björnsdóttir, ÍR.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu.
Katrín S. Scheving Thorsteinsson, Gróttu.
Leandra Náttsól Salvamoser, HK.
Lilja Ágústsdóttir, Val.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum.
Sara Dröfn Richardsdóttir, ÍBV.
Sigurdís Sjöfn Freysdóttir, FH.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukum.
Sylvía Sigríður Jónsdóttir, ÍR.
Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Haukum.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi.
Valgerður Arnalds, Fram.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -