- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfangi hjá hinni mögnuðu Görbicz – myndskeið

Ungverska handknattleikskonan Anita Görbicz tekur við nýju starfi í vor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það var einn leikur á dagskrá í Meistaradeild kvenna í gærkvöldi þegar að Borussia Dortmund og Györ áttust við í Ungverjalandi en leikurinn var þó heimaleikur Dortmund. Félögin komust að samkomulagi að spila leikina í 7. og 8. umferð á heimavelli Györ. Liðin munu svo eigast aftur við á morgun.

Ungverska liðið réði lögum og logfum í þessum leik og unnu að lokum þægilegan 10 marka sigur 34:24.

Það markverðasta við þennan leik var sú staðreynd að fyrir sléttum 20 árum síðan lék Anita Görbicz sinn fyrsta leik í Meistaradeild kvenna þar sem hún skoraði fjögur mörk gegn pólska liðinu Lublin. Þessi magnaði  leikmaður spilar enn lykilhlutverk í ungveska liðið og hún skoraði 5 mörk í gær.

B.Dortmund 24:34 Györ (11:19)
Markaskorarar Dortmund: Jennifer Gutierrez 6, Tess van Zijl 5, Alina Grijseels 4, Merel Freriks 3, Dana Bleckmann 3, Tina Abdulla 2, Jennifer Rode 1.
Varin skot: Isabell Roch 4, Yara Ten Holte 3, Rinka Duijndam 2.
Markaskorarar Györ: Eduarda Amorim 7, Stine Bredal Oftedal 6, Anita Görbicz 5, Estelle Nze Minko 5, Beatrice Edwige 4, Viktoria Lukács 2, Kari Brattset 2, Amanda Kurtovic 1, Laura Kurthi 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 6, Silje Solberg 6, Laura Glauser 1.

Hér má sjá tvö af mörkum Görbicz í leiknum í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -