- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð hefur valið æfingahópinn fyrir ÓL

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands og Mathias Andersson markvarðarþjálfari. Mynd/DHB
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, hefur valið 17 leikmenn til æfinga vegna þátttöku þýska landsliðsins í Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan í lok næsta mánaðar og í byrjun ágúst. Fjórtán leikmenn verða í hópnum sem taka þátt í leikunum auk þess sem heimilt verður að skipta út einum leikmanni ef meiðsli koma upp og því gætu 15 leikmenn farið með.


Æfingar hefjast á næsta mánudag og standa yfir til 14. júlí þegar Þjóðverjar fara til Japans. Áður en þýska landsliðið leggur af stað til Japans leikur það tvo vináttuleiki í Nürnberg, við Brasilíu 9. júlí og tveimur dögum síðar við Egypta.


Þjóðverjar verða í riðli með Evrópumeisturum Spánverja, Argentínu, Frakklandi, Noregi og Brasilíu í riðli á Ólympíuleikunum.


Leikmennirnir 17 sem valdir hafa verið til undirbúnings eru þessir:


Andreas Wolff, KS Vive Kielce.
Silvio Heinevetter, MT Melsungen.
Johannes Bitter, TVB Stuttgart.
Marcel Schiller, Frisch Auf Göppingen.
Uwe Gensheimer, Rhein-Neckar Löwen.
Tobias Reichmann, MT Melsungen.
Timo Kastening, MT Melsungen.
Johannes Golla, SG Flensburg-Handewitt.
Hendrik Pekeler, THW Kiel.
Jannik Kohlbacher, Rhein-Neckar Löwen.
Philipp Weber, SC DHfK Leipzig.
Juri Knorr, TSV GWD Minden.
Julius Kühn, MT Melsungen.
Paul Drux, Füchse Berlin.
Kai Häfner, MT Melsungen.
Steffen Weinhold, THW Kiel.
Finn Lemke, MT Melsungen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -