- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og Sigvaldi slógu ekki slöku við

Felix Claar leikmaður Aalborg sækir að vörn Vardar í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson fór á kostum í kvöld þegar Aalborg vann Vardar að viðstöddum 5.000 áhorfendum í Gigantium íþróttahöllinni í Álaborg, 33:29, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Aron skoraði átta mörk og átti fjórar stoðsendingar í leiknum. Hann var lang atkvæðamestur leikmanna Aalborg sem voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13.


Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki mark þegar lið hans Elverum vann öruggan sigur á Zagreb í Noregi í kvöld, 30:25, en liðin eru einnig í A-riðli keppninnar. Elverum var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var sigurinn aldrei í hættu.


Kiel og Pick Szeged gerðu jafntefli, 32:32, í Kiel í þriðja leiknum í A-riðli Meistaradeildarinnar. Fjórði leikurinn hefst síðar í kvöld en þar eigast við Montpellier, með Ólaf Andrés Guðmundsson innanborðs, og Meshkov Brest.

Talant Dujshebaev þjálfari Vive Kielce á hliðarlínunni í kvöld. Mynd/EPA

Sigvaldi Björn fór hamförum


Í B-riðli vann Vive Kielce liðsmenn Porto á heimavelli, 39:33. Sigvaldi Björn Guðjónsson fór hamförum í leiknum og skoraði níu mörk fyrir Kielce auk þess sem hann átti eina stoðsendingu. Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Kielce.

Staðan í A og B-riðlum

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -