- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkinn fékk launaðan stuðninginn við Moustafa

Formaður franska handknattleikssambandsins, Philippe Bana, var kjörinn varaforseti Alþjóða handknattleikssambandsins í Kaíró í dag. Bana lýsti því yfir nokkru fyrir þingið að franska handknattleikssambandið ætlaði að styðja Hassan Moustafa í kjöri til forseta. Þannig rauf Bana væntanlega samstöðu Evrópu...

Rúnar stýrði Wetzlar inn á sigurbraut í fyrsta heimaleiknum

Rúnar Sigtryggsson stýrði HSG Wetzlar til sigurs í fyrsta heimaleiknum gegn Eisenach í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld, 33:27. Þetta var fyrsti sigur Wetzlar eftir að Rúnar var kallaður til starfa hjá liðinu fyrir rúmri viku í...

Grétar Ari er kominn í undanúrslit í Grikklandi

Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í AEK Aþenu tryggðu sér sæti í undanúrslitum grísku bikarkeppninnar í handknattleik karla í dag. AEK lagði PAOK, 26:25, í æsispennandi leik. AEK átti ótrúlegan endasprett og skoraði fimm af síðustu sex mörkum leiksins. Að...

Stefnt á úrslitakeppni í Frakklandi

Franska handknattleikssambandið hefur í hyggju að taka upp úrslitakeppni um franska meistaratitilinn í handknattleik karla. Gangi áætlanir eftir verður fyrsta úrslitakeppnin vorið 2027. Átta efstu lið leika þá hefðbundna úrslitakeppni eins og m.a. er þekkt hér á landi. Frá þessu...
- Auglýsing-

Efsta liðið átti fullt í fangi með botnliðið

Efsta lið þýsku 1. deildarinnar, SC Magdeburg, átti fullt í fangi með að vinna botnlið Leipzig á heimavelli í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Leikmenn Leipzig bitu hressilega frá sér í síðari hálfleik og voru ekki langt...

Haukur var á bak við 14 mörk í sigurleik

Haukur Þrastarson lék afar vel þegar lið hans Rhein-Neckar Löwen vann HSV Hamburg, 35:29, á heimavelli í 18. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í dag. Haukur var næstmarkahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen með sjö mörk. Einnig átti hann sjö...

Moustafa endurkjörinn með yfirburðum

Hassan Moustafa var endurkjörinn forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, fyrir stundu. Moustafa, sem er 81 árs gamall og hefur verið forseti IHF í aldarfjórðung, fékk 129 atkvæði af 176, eða 73,3% í fyrstu umferð kjörsins þingsins sem haldið er í...

Heiðmar krækti í stig í Kiel – umdeilt vítakast – myndskeið

Undir stjórn Heiðmars Felixsonar náði Hannover-Burgdorf óvæntu jafntefli við THW Kiel, 29:29, á heimavelli Kílarliðsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. August Pedersen jafnaði metin fyrir Hannover-Burgdorf úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var úti. Þótt vítakastsdómurinn hafi...
- Auglýsing-

Áfram gefur á bátinn hjá Kolstad

Áfram heldur að gefa á bátinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Kolstad. Eftir stöðugar fréttir af slæmum fjárhag og niðurskurði síðustu vikur þá tapaði liðið óvænt fyrir Fjellhammer, 31:25, í norsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrir vikið tapaði liðið efsta sæti deildarinnar...

Elmar og félagar fikra sig ofar í deildinni

Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen færðust upp í sjötta sæti í þýsku 2. deildinni í gærkvöld með góðum sigri á Tusem Essen á heimavelli, 36:28. Staðan var jöfn í hálfleik, 16:16. Leikmenn Nordhorn tóku hins vegar öll völd...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18153 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -