- Auglýsing -
- Auglýsing -

Beint af Ólympíuleikum til Ísafjarðar – Hörður semur við þrjá

Kenya Kasahara landsliðsmaður Japans og væntanlegur leikmaður Harðar á Ísafirði. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Forráðamenn handknattleiksliðs Harðar á Ísafirði eru síður en svo af baki dottnir. Þeir safna nú að sér liði fyrir átökin í Grill66-deildinni á næsta keppnistímabili. Í dag tilkynnti Hörður að samið hafi verið við þrjá erlenda leikmenn sem bætast þar með í vaskan hóp sem fyrir er.


Um er að ræða Spánverjann, Mikel Amilibia Arrista, Ungverjann Levente Morvai og Japanann Kenya Kasahara sem á sæti í japanska landsliðinu sem tekur þátt í Ólympíuleikunum sem settir verða á morgun í Tókýó.

Kenya Kasahara t.h. nýr leikmaður Harðar á Ísafirði saumar að Aroni Pálmarsson í viðureign Íslands og Japans á HM 2019. Mynd/EPA


Kasahara kemur til félagsins frá Toyota Auto í heimalandi sínu. Hann er 33 ára línumaður og byrjunarmaður í japanska landsliðinu sem tekur þátt í Ólympíuleikunum sem settir verða í Tókýó á morgun. Kasahara er 197 cm á hæð og spilar þrist í vörn.


Arrista kemur til Harðar frá Spáni. Hann er 23 ára vinstri skytta sem á að baki 29 landsleiki fyrir yngri landslið Spánar og 26 fyrir U21 liðið. Arrista hefur samið til tveggja ára.


Morvai er 21 árs ungverskur vinstri hornamaður og miðjumaður og semur einnig til tveggja vetra. Í tilkynningu Harðar segir: „Levente var á meðal efnilegustu leikmanna ungverja á sínum tíma og kemur til Harðar til að ná sér á strik og ná hámarksárangri.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -