- Auglýsing -
- Auglýsing -

Best í tvíframlengdum bikarleik

Sandra Erlingsdóttir leikmaður EH Alaobrg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í danska B-deildarliðinu EH Aalborg féllu úr keppni í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld eftir tvíframlengdan maraþonleik við úrvalsdeildarliðið Silkeborg-Voel á heimavelli, 40:33. Sandra átti stórleik, skoraði átta mörk og átti níu stoðsendingar. Að launum var hún valin maður leiksins.


„Við vorum með þær í fyrri framlengingunni en brotnuðum í þeirri síðari,“ sagði Sandra við handbolta.is fyrir stundu en hún hefur leikið afar vel fyrir EH Aalborg á keppnistímabilinu og var þetta í annað sinn í röð sem hún er valin maður leiksins. EH Aalborg er efst í B-deildinni en markmið þess er að leika í úrvalsdeild á næsta tímabili.


Silkeborg-Voel er í sjöunda sæti af 14 liðum úrvalsdeildarinnar og því um sterkt lið að ræða sem Sandra segir að hún og liðsfélagarnir hafi haft gaman af að máta sig við.

„Þrátt fyrir tapið erum við virkilega sáttar að hafa náð þeim í tvöfalda framlengingu. Það er gaman og um leið lærdómsríkt að sjá okkur spila svona vel á móti liði í efstu deild,“ sagði Vestmannaeyingurinn Sandra Erlingsdóttir, leikstjórnandi danska handknattleiksliðsins EH Aalborg við handbolta.is fyrir stundu.

Sandra gekk til liðs við EH Aalborg í sumar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -