„Ég óttast það ekki en það er víst að nú mun reyna á það hlutverk á stórmóti. Í því umhverfi sést best hver er leiðtogi liðsins,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik, spurður um hvort hann velti fyrir...
Landsliðsfólkið Thea Imani Sturludóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru handknattleikskona og handknattleikskarl ársins 2025 hjá Handknattleikssambandi Íslands. Ár hvert heiðrar Handknattleikssamband Íslands handknattleiksfólk sem hefur skarað fram úr á sínum vettvangi og lagt mikilvægt af mörkum til íþróttarinnar, bæði...
„Ég var búinn að velta valinu mikið fyrir mér áður en ég kynnti hópinn. Kannski velti ég hlutunum of mikið fyrir mér en víst er að það var erfitt að ákveða hverjir færu og hverjir ekki,“ sagði Snorri Steinn...
„Allir í liðinu hafa sína drauma og stefna hátt. Það er ekkert að því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik spurður út í orð sín á blaðamannafundi í dag, að markmiðið væri að vinna riðilinn á fyrsta stigi...
Ásgeir Jónsson varaformaður HSÍ hefur fengið í hendur staðfestingu á að honum verði hleypt inn í Egyptaland þegar hann kemur til landsins á morgun í þeim tilgangi að sitja þing Alþjóða handknattleikssambandsins sem hefst annað kvöld. Ásgeir fer frá...
„Þátttaka Þorsteins á EM er í óvissu sem stendur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik spurður um stórskyttuna Þorstein Leó Gunnarsson sem hefur verið frá keppni í mánuð vegna náratognunar. Fullkomin óvissa ríkir hvenær Þorsteinn verður klár...
Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti fyrir stundu hvaða leikmenn hann verður með í 20 manna æfingahóp landsliðsins fyrir Evrópumótið í handknattleik karla sem hefst 14. janúar. Átján leikmenn hópsins fara á EM. Einar Baldvin Baldvinsson markvörður Aftureldingar er valinn í...
Á morgun tilkynnir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hvaða leikmenn hann kallar saman í keppnishópinn til þátttöku á Evrópumótinu sem hefst um miðjan janúar. Talið er víst að Snorri Steinn velji 18 leikmenn til þátttöku eins og...
Úrslit og leikjadagskrá síðustu leikjana á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik 2025. Einnig röð þjóðanna 32.
Úrslitaleikir 14. desember - Rotterdam:Bronsleikur: Frakkland - Holland 33:31 (26:26) (15:14).Úrslitaleikur: Noregur - Þýskaland 23:20 (11:11).
Undanúrslit 12. desember - Rotterdam:Þýskaland - Frakkland 29:23 (15:12).Noregur...
Ísland hafnaði í 21. sæti af 32 þátttökuþjóðum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik. Eftir að milliriðlakeppni HM lauk í gærkvöldi var gefin út röðin á liðunum í sæti 9 til 24. Liðin í þeim sætum hafa lokið keppni og...
Milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna stendur yfir frá 2. til 8. desember. Keppt er fjórum sex liða riðlum og leikur hvert lið þrisvar sinnum. Úrslit frá riðlakeppninni fylgja liðum áfram í milliriðla. Tvö lið úr hverjum riðli komast ...
Íslenska landsliðið lauk keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í gærkvöld með góðum sigri á Færeyingum, 33:30, í hörkuleik í Westfalenhalle í Dortmund. Þetta var annar sigur landsliðsins í sex viðureignum á mótinu og allt stefnir í að sæti...
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri kvennalandsliðsins í handknattleik hefur ákveðið að hætta eftir tveggja áratuga starf með landsliðinu. Á vef RÚV er greint frá að Obba, eins og hún er alltaf kölluð, hafi tilkynnti leikmönnum íslenska landsliðsins ákvörðun sína eftir...
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Þátttöku íslenska landsliðsins á mótinu lauk í gærkvöld með þriggja marka sigri á færeyska landsliðinu, 33:30. Elín Klara skoraði 8 mörk í leiknum og fór þar með...
Hér fyrir neðan er myndskeið með samantekt úr viðureign Íslands og Færeyjar á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Westfalenhalle í Þýskalandi. Íslenska landsliðið vann leikinn, 33:30, sem var í síðustu umferð milliriðlakeppni tvö á heimsmeistaramótinu.
Íslenska landsliðið er væntanlega...