Svíþjóðarmeistarar Skara HF komust í undanúrslit bikarkeppninnar í kvennaflokki í gær með sigri á IK Sävehof, 33:28, á heimavelli í síðari viðureign liðanna. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 32:32.Hvorki Aldís Ásta Heimisdóttir né Lena Margrét Valdimarsdóttir skoruðu mörk fyrir...
Berta Rut Harðardóttir og samherjar í Kristianstad HK voru fyrstar til þess að komast í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í gær. Kristianstad HK vann Ystads IF HF, 33:24, á heimavelli í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum. Berta Rut...
Íslendingaliðið Blomberg-Lippe heldur áfram sigurgöngu sinni í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Liðið vann Göppingen á útivelli í kvöld, 33:23, eftir að hafa aðeins verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Þetta var sjöundi sigur Blomberg-Lippe. Áfram er...
Markvörðurinn Ísak Steinsson hefur skrifað undir nýjan samning við norska úrvalsdeildarliðið Drammen HK. Samningurinn gildir til loka leiktíðarinnar vorið 2028 en fyrri samningur Ísak við félagið frá árinu 2024 var með gildistíma til ársins 2027.Ísak hefur verið með annan...
Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króatíu stýrði liðinu til sigurs í vináttulandsleik við Sviss í Gümligen, 29:26. Þetta var fyrri viðureign liðanna en sú síðari verður háð á laugardaginn í Kriens.Sviss var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12.Dagur var án...
Handknattleiksmaðurinn Janus Daði Smárason sást á leið inn á íþróttasvæði spænska stórliðsins Barcelona í handknattleik í dag í fylgd með manni frá félaginu. Telja má líklegt að Janus Daði hafi verið mættur til Barcelona í þeim tilgangi að skrifa...
Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehof eru einar í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir leiki kvöldsins. IK Sävehof vann Krisitanstad naumlega á heimavelli, 27:26, eftir góðan endasprett Kristianstad-liðsins.Meistarar síðasta árs, Skara HF, sem Aldís Ásta Heimisdóttir...
Justus Fischer leikmaður Hannover-Burgdorf leikur ekki með þýska landsliðinu þegar það mætir íslenska landsliðinu í tveimur vináttuleikjum, öðrum á morgun í Nürnberg og hinum í München á sunnudaginn. Fischer er veikur. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands hyggst ekki kalla inn...
Haukur Þrastarson er í liði 10. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir stórleik með Rhein-Neckar Löwen gegn Stuttgart á sunnudaginn. Haukur skoraði 14 mörk í 16 skotum og gaf sex stoðsendingar í sigri Rhein-Neckar Löwen, 38:34.Þetta er í...
Dana Björg Guðmundsdóttir var næst markahæst hjá Volda í gær þegar liðið gerði jafntefli, 30:30, í heimsókn til Trondheim Topphåndball í næst efstu deild norska handboltans. Leikið var í Husebyhallen í Þrándheimi. Dana Björg skoraði átta mörk úr 11...
Kolstad endurheimti efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í kvöld með sigri á Drammen HK í Drammen, 29:26, í hörkuleik. Ísak Steinsson markvörður og samherjar hans í Drammen HK voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Í síðari hálfleik...
Einar Þorsteinn Ólafsson og liðsfélagar í HSV Hamburg gerðu usla í toppbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu Þýskalandsmeistara Füchse Berlin, 39:38, í viðureign liðanna í Max Schmeling-Halle í Berlín. Füchse Berlin hefur þar með...
Elmar Erlingsson og liðsfélagar í Nordhorn-Lingen unnu nauman sigur á VfL Lübeck-Schwartau, 27:26, í hörkuleik á heimavelli í dag í 2. deild þýska handknattleiksins. Elmar lék afar vel og skoraði m.a. fimm í átta skotum og gaf sex stoðsendingar.Kristian...
Haukur Þrastarson var stórkostlegur í dag þegar hann leiddi Rhein-Neckar Löwen til sigurs á Stuttgart á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 38:34. Selfyssingurinn fór nánast með himinskautum í leiknum. Hann skoraði 14 mörk í 16 skotum. Auk...
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sjö mörk úr sjö skotum í dag þegar IK Sävehof vann Boden Handboll IF, 32:26, í síðasta leik fimmtu umferðar sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.Leikurinn fór fram í Boden í norðurhluta Svíþjóðar. IK Sävehof endurheimti efsta...