Yngri flokkar

Láta hendur standa fram úr ermum í handboltaskólanum

Fimmtíu íslenskir krakkar nema nú og leika sér í árlegum Handboltaskóla í Kiel í Þýskalandi sem Árni Stefánsson handknattleiksþjálfari með meiru hefur haldið úti af dugnaði og elju í um nærri áratug. Hópurinn fór utan á föstudaginn og...

Gunnar Valur ráðinn í stað Andra

Gunnar Valur Arason hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Fjölnis til næstu þriggja ára. Hann tekur við starfinu af Andra Sigfússyni sem var á vordögum ráðinn verkefnastjóri hjá Gróttu. Gunnar Valur hefur þjálfað meistaraflokk kvenna ásamt 3. og 4. fl....

Molakaffi: Viðurkenningar hjá ÍBV, Jansen og Kehrmann

Marta Wawrzynkowska og Hákon Daði Styrmisson voru valin bestu leikmenn meistaraflokka kvenna og karla hjá ÍBV á lokahófi deildarinnar á dögunum. Elísa Elíasdóttir og Ívar Logi Styrmisson fengu hinn svokallaða Fréttabikar sem árlega er veittur í nafni Eyjafrétta. Harpa Valey Gylfadóttir...

Leyst út með gjöfum eftir tvo áratugi við þjálfun barna

Hafdís Ebba Guðjónsdóttir stýrði á dögunum sinni síðustu æfingu hjá 7. flokki karla hjá HK. Hún hefur verið  þjálfari yngri flokka hjá HK frá árinu 2002 og hafa margir krakkar stigið sín fyrstu skref í handboltanum undir handleiðslu Hafdísar...

Myndir: Vel heppnaður Handboltaskóli HSÍ og Alvogen

Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fór fram í 26. skiptið um helgina í TM Höllinni í Garðabæ en þátttakendur í þetta skiptið voru stúlkur og drengir fædd 2008. Eins og undanfarin ár tilnefndu aðildarfélag HSÍ fjóra leikmenn af hvoru kyni...

Haukar Íslandsmeistarar í 3. flokki karla eftir bráðabana

Haukar eru Íslandsmeistarar í 3. flokki karla. Þeir unnu Val í ótrúlegum úrslitaleik á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld, 36:35. Úrslit fengust loks í bráðabana í vítakeppni en þá þegar var búið að framlengja leikinn einu sinni auk þess...

ÍBV Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna

ÍBV varð Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna eftir öruggan sigur á Haukum í úrslitaleik að Varmá í dag, 32:29. ÍBV var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12, og hafði tök á leiknum frá byrjun til enda. Haukaliðið...

Fram Íslandsmeistari í 4. flokki, eldra ár

Fram varð Íslandsmeistari í 4. flokki karla, eldra ári, eftir æsispennandi leik við Hauka í úrslitum í dag að Varmá, 22:21. Elí F. Traustason kórónaði frábæran leik sinn þegar hann skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu með þrumuskoti sem söng...

HK Íslandsmeistari í 4. flokki kvenna

HK vann Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki kvenna í dag eftir að hafa lagt Fram með þriggja marka mun, 22:19, í úrslitaleik að Varmá í Mosfellsbæ. HK var með fimm marka forskot í hálfleik, 13:8. Fram beit frá sér í...

KA Íslandsmeistari í 4. flokki karla, yngra ár

KA varð í dag Íslandsmeistari í 4. flokki karla, yngra ári. KA vann Aftureldingu í úrslitaleik að Varmá í Mosfellsbæ, 20:15. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 9:9. KA-menn voru með tögl og hagldir allan síðari hálfleikinn þótt Aftureldingarliðinu...
- Auglýsing -
- Auglýsing -