- Auglýsing -
- Auglýsing -

Covid setur strik í reikning bikarkeppninnar

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Vegna covid smita hefur reynst nauðsynlegt að færa leik Harðar og FH í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikar karla í handknattleik sem til stóð að færi fram í íþróttahúsinu Torfnesi annað kvöld.


Ákveðið hefur verið að freista þess að liðin mætist á föstudagskvöld á Torfnesi og að flautað verði til leiks klukkan 18.45. Lítið svigrúm er til þess að fresta leikjum í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar vegna þess að til stendur að leika í átta liða úrslitum á laugardag og á sunnudag. Sigurlið leiks Harðar og FH fær þar með ekki langan tíma til þess að kasta mæðinni áður en að átta liða úrslitum kemur. Sigurlið leiksins á Ísafirði mætir Þór Akureyri í átta liða úrslitum en dregið var til þeirra í gær.

Leikið verður í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla og kvenna á morgun og á fimmtudaginn. Fyrsta viðureignin verður reyndar í kvöld þegar Víkingur og Fram eigast við í 16-liða úrslitum í kvennaflokki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -