- Auglýsing -
- Auglýsing -

CSKA sneri við taflinu- ekkert stöðvar Györ

Eftir 53 leiki í röð í Meistararadeildinni án taps hafa leikmenn ungverska stórliðsins Györ ástæðu til að fagna. Sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar er í höfn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna voru á dagskrá í dag þar sem boðið var uppá háspennu í tveimur af þeim leikjum en í hinum tveimur var niðurstaðan nokkuð afgerandi.

Rúmensku liðin CSM Bukaresti og Valcea áttust við, nú á heimavelli CSM þar sem að leikmenn Valcea vonuðust eftir kraftaverki eftir níu marka tap í fyrri leiknum.

Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og eftir 27 mínútna leik voru þær komnar með sex marka forystu, 15-9, og fóru að lokum með, 15-11, forystu í hálfleikinn. Leikmenn Valcea héldu uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og unnu að lokum sex marka sigur 27-21. Það nægði þeim ekki til þess að komast áfram því samanlagt vann CSM, 54-51. Mestu munaði um framlagið frá Cristinu Neagu. Hún skoraði 24 mörk af 54 sem CSM gerði í þessum tveimur leikjum. Hún varð þar með fyrsti leikmaðurinn á leiktíðinni til að rjúfa 100 marka múrinn.

Ungverska stórliðið Györ tók á móti Bietigheim en það var orðið ljóst eftir fyrri leikinn hvort liðið færi áfram í 8-liða úrslit þar sem að Györ vann 17 marka sigur. Leikmenn Györ tóku því nokkuð rólega í þessum leik og unnu með fjögurra marka mun, 32-28, og viðureignina samtals 69-48. Þetta er 53. leikurinn í röð sem ungverska liðið tapar ekki og það er ekki hægt að sjá í fljótu bragði hvaða lið mun ná að leggja þær að velli í keppninni.

Annarstaðar í Ungverjalandi áttust við FTC og Buducnost þar sem FTC freistaði þess að vinna upp þriggja marka mun á liðunum eftir fyrri leikinn. Byrjunin var ekki góð hjá ungverska liðinu. Það lenti fljótlega undir og var sex mörkum undir í hálfleik, 15-9. Seinni hálfleikurinn gekk þó mun betur hjá heimaliðinu og það vann sig hægt og rólega inní leikinn og fór með sigur af hólmi, 29-28. Sigurinn dugði ekki til og FTC tapaði einvíginu samtals, 50-48.

Eftir að hafa tapað fyrri leiknum óvænt fyrir Krim með fimm mörkum þurftu leikmenn CSKA að taka á honum stóra sínum ef þeir ætluðu sér ekki að detta úr keppni. Rússneska liðið fór vel af stað og náði snemma frumkvæðinu og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 14-11 CSKA í vil.

CSKA hélt áfram að bæta í forystuna en þegar um mínúta var til leiksloka þá minnkuðu leikmenn Krim muninn í sex mörk, 27-21 og þurftu aðeins eitt mark í viðbót til þess að komast áfram. Því miður fyrir slóvenska liðið tókst því ekki að skora þetta eina mark sem vantaði og tapaði einvíginu samtals með einu marki, 47-46. Miklu máli skipti fyrir rússneska liðið að Darya Dmitrieva og Polina Vedekhina gátu tekið þátt í leiknum en þær skoruðu samtals 12 mörk að þessu sinni.

Úrslit dagsins

CSM Bukaresti 21-27 Valcea (11-15) (samtals 54-51)
Mörk CSM:
Cristina Neagu 11, Barbara Lazovic 2, Siraba Dembele 2, Crina Pintea 2, Laura Moisa 2, Dragana Cvijic 1, Carmen Martin 1.
Varin skot: Denisa Dedu 9, Jelena Grubisic 3.
Mörk Valcea: Mireya Gonzalez 7, Elena Florica 5, Iryna Glibko 5, Kristina Liscevic 5, Maren Aardahl 3, Asma Elghaoui 1, Marta Lopez 1.
Varin skot: Daciana Hosu 10.

Györ 32-28 Bietigheim (19-16) (samtals 69-48)
Mörk Györ:
Estelle Nze Minko 6, Veronica Kristiansen 5, Beatrice Edwige 4, Anita Görbicz 4, Stine Bredal Oftedal 4, Dorottya Faluvegi 3, Kari Brattset 2, Viktoria Lukács 2, Anne Mette Hansen 1, Eduarda Amorim 1.
Varin skot: Silje Solberg 8, Amandine Leynaud 2.
Mörk Bietigheim: Kim Naidzinavicius 7, Amelie Berger 6, Xenia Smits 5, Antje Lauenroth 4, Karolina Kudlacz-Gloc 3, Luisa Schulze 2, Danick Snelder 1.
Varin skot: Rena Keller 2, Valentyna Salamakha 2.

FTC 29-28 Buducnost (9-15) (Samtals 48-50)
Mörk FTC:
Emily Bölk 5, Nadine Schatzl 3, Anett Kovacs 3, Katrin Kljuber 3, Aniko Kovacsics 3, Zita Szucsanszki 2, Anett Kisfaludy 2, Greta Marton 2, Antje Malestein 2, Julia Behnke 2, Nikolet Toth 1, Noemi Hafra 1.
Varin skot: Kinga Janurik 9.
Mörk Buducnost: Jovanka Radicevic 9, Ema Ramusovic 6, Valeriia Maslova 3, Majda Mehmedovic 3, Katarina Dzaferovic 2, Allison Pineau 2, Itana Grbic 2, Nikolina Vukcevic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 15, Armelle Attingre 5.

CSKA 27-21 Krim (14-11) (Samtals 47-46)
Mörk CSKA:
Darya Dmitrieva 7, Polina Vedekhina 5, Antonina Skorobogatchenko 5, Polina Gorshkova 4, Sara Ristovska 4, Yuliia Markova 1, Kathrine Heindahl 1.
Varin skot: Chana Masson 7, Anna Sedoykina 7.
Mörk Krim: Matea Pletikosic 7, Samara Da Silva 6, Natasa Ljepoja 3, Branka Konatar 2, Tija Gomilar 2, Maja Svetik 1.
Varin skot: Jovana Risovic 11.  

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -