- Auglýsing -

Dagskráin: Hátíðisdagur á Ísafirði – grannlið mætast í Úlfarsárdal

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Þriðja umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum. Hæst ber væntanlega fyrsti heimaleikur nýliða Harðar á Ísafirði í Olísdeildinni. Mikið verður um dýrðir í íþróttahúsinu Torfnesi enda hefur verið fagnað af minna tilefni en því að verða fyrst liða frá Vestfjörðum til þess að leika í efstu deild í handknattleik karla.

KA-menn mæta á svæðið auk þess sem leikurinn verður sendur út beint á Stöð2sport.


ÍR-ingar sækja lið ÍBV heim og freista þess að halda áfram að koma á óvart. Grannliðin Fram og Afturelding eigast við í Úlfarsárdal. Gróttumenn og Stjörnumenn bítast á Seltjarnarnesi og loks sækja Selfyssingar liðsmenn Hauka heim en nýr þjálfari Selfoss, Þórir Ólafsson, á margar góðar minningar frá veru sinni á Ásvöllum á fyrsta áratug þessarar aldar.

Leikir kvöldsins

Olísdeild karla, 3. umferð:

Torfnes: Hörður – KA, kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.
Vestmannaeyjar: ÍBV – ÍR, kl. 18 – sýndur á ÍBVtv.
Úlfarsárdalur: Fram – Afturelding, kl. 19.30 – sýndur á Framtv.
Hertzhöllin: Grótta – Stjarnan, kl 19.30.
Ásvellir: Haukar – Selfoss, kl. 19.40 – sýndur á Stöð2sport.

Handbolti.is hyggst fylgjast með leikjunum eftir fremsta megni.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -