- Auglýsing -

Dagskráin: Stórleikur í Safamýri

Hugsanlegt að aðeins verði leikið í einni deild kvenna á næsta keppnistímabili. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Heil umferð, sú sjötta, fer fram í Olísdeild kvenna í dag þar sem sem hæst ber viðureign tveggja efstu liðanna, Fram og Vals, í Framhúsinu klukkan 16. Fram hefur einungis tapað einu stig í deildinni til þessa og situr á toppnum með níu stig eftir fimm leiki. Valur er stigi á eftir en hefur enn sem komið er ekki tapað stigi. Valsliðið á fjóra leiki að baki og er eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað stigi fram til þessa.


Fyrsti leikur dagsins fer fram í Kórnum þegar Stjarnan sækir HK heim. HK hefur sótt mjög í sig í veðrið upp á síðkastið og m.a. unnið ÍBV og gert jafntefli við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs á Akureyri fyrir viku. Stjarnan gerði góða ferð til Vestmannaeyja fyrir viku og vann langþráðan sigur.


Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs fá nýliða Aftureldingar í heimsókn í fjórða leik dagsins. Aftureldingarliðið hefur verið í mikilli sókn að undanförnu og m.a. strítt bæði Stjörnunni og Fram í síðustu umferð. Spennandi verður að sjá hvort framhald verði á.


Olísdeild kvenna:
Kórinn: HK – Stjarnan, kl. 13.30 – sýndur á HKtv.
Ásvellir: Haukar – ÍBV – var frestað í morgun vegna veðurs.
Framhús: Fram – Valur, kl. 16 – sýndur á Stöð2sport.
KA-hús: KA/Þór – Afturelding, kl. 16 – sýndur á KAtv.

Stöðuna og næstu leik í Olísdeild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -