- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagskráin: Uppskrift að spennu og skemmtun

Fátt verður gefið eftir á Ásvöllum í kvöld þegar Haukar og KA mætast í oddaleik í átta liða úrslitum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Augu marga beinast að oddaleik Hauka og KA í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik sem fram fer á Ásvöllum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Búast má við fjölmenni á leiknum og þess vegna rétt að mæta fyrr en síðar ætli fólk að vera á vettvangi og forðast raðir.


Eftir tvær viðureignir liðanna á síðustu dögum er staðan jöfn, 52:52, auk þess sem hvort lið hefur einn vinning. Báðir leikir hafa verið hnífjafnir og æsilega spennandi. Úrslit hafa ráðist á elleftu stundu. Það sem á undan er gengið er sannarlega uppskrift að spennu og skemmtun á Ásvöllum í kvöld.


Ef leikar standa jafnir eftir 60 mínútur verður gripið til framlengingar og þar á eftir til vítakeppni ef enn verður stál í stál. Rétt er að vera við öllu búinn hvort sem fólk verður á Ásvöllum eða heima fyrir framan viðtækin.


Sigurliðið heldur áfram keppni í undanúrslitum og mætir ÍBV í allt að fimm leikja rimmu sem sennilega hefst á sunnudaginn. Tapliðið verður að sleikja sárin og huga að næsta keppnistímabili.


Olísdeild karla, átta liða úrslit, oddaleikur:
Ásvellir: Haukar – KA, kl. 19.30 – sýndur á Stöð2Sport.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -