- Auglýsing -
- Auglýsing -

Döhler fór á kostum er FH vann grannaslaginn

FH-ingar fara til Minsk síðla í næsta mánuði. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Phil Döhler fór á kostum í marki FH í dag þegar liðið vann Hauka, 28:25, í úrslitaleik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik í Kaplakrika. Döhler varði 19 skot og var með yfir 40% hlutfallsmarkvörslu. Eins var varnarleikur FH-inga góður, ekki síst í fyrri hálfleik en að honum loknum var forskot liðsins, sjö mörk, 18:11.

Phil Döhler, markvörður FH, á fullri ferð í leiknum í dag. Mynd/J.L.Long


FH vann þar með alla þrjá leiki sína á mótinu. Haukar unnu tvo, Afturelding einn en Stjarnan tapaði þrisvar sinnum.

Tekið hef ég hvolpa tvo. Hvað skal við þá gera? Ágúst Birgisson, leikmaður FH, grípur í Darra Aronsson og Heimi Óla Heimisson, leikmenn Hauka. Mynd/J.L.Long


Mörk FH: Birgir Már Birgisson 6, Ágúst Birgisson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Gytis Smantuaskas 4, Ásbjörn Friðriksson 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Egill Magnússon 2, Einar Örn Sindrason 1.

Mörk Hauka: Darri Aronsson 5, Geir Guðmundsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Atli Báruson 1, Halldór Ingi Jónasson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.

Jakob Martin Ásgeirsson kominn einn gegn Aroni Rafni Eðvarðssyni, markverði Hauka. Mynd/J.L.Long

Afturelding tók þriðja sætið

Afturelding vann Stjörnuna í leiknum um þriðja sætið á mótinu, 31:29. Viðureignin var afar jöfn og spennandi og var aðeins eins marks munur á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 16:15, Aftureldingu í vil.


Frakkinn Hamza Kablouti lék ekki með Aftureldingu að þessu sinni eftir að hafa farið á kostum gegn Haukum á fimmtudagskvöld og skorað níu mörk.

Mynd/J.L.Long


Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 8, Þorsteinn Leó Gunnarsson 7, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Stefán Scheving 3, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 1.

Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 7, Hafþór Már Vignisson 5, Dagur Gautason 4, Hjálmtýr Alfreðsson 4, Benedikt Marinó Herdísarson 3, Starri Friðriksson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Kristján Helgi Tómasson 1.

Haukamaðurinn Geir Guðmundsson sækir að Agli Magnússyni í vörn FH. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -