- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni er kominn í sóttkví

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd /PAUC
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hjá franska 1. deildarliðinu PAUC-Aix, leikur ekki með liðinu á morgun þegar það mætir Chambéry á útivelli. Donni staðfesti við handbolta.is að grunur væri um að hann hafi smitast af kórónuveirunni. Hann er af þeim sökum kominn í sóttkví næstu daga.


„Ég fékk þá niðurstöðu sem Frakkar kalla hálf-jákvætt covid próf. Hvað svo sem það er,“ sagði Donni við handbolta.is. „Ég er með höfuðverk, er þurr í hálsi en hef ennþá fullt lyktar,- og bragðskyn,“ sagði Donni sem fer í annað kórónuveirupróf eftir sjö til 10 daga.


Kórónuveiran hefur leikið lausum hala í Frakklandi eins og annarstaðar í Evrópu síðasta árið. Veiran stakk sér niður í leikmannahóp PAUC í september en síðan hafa leikmenn liðsins blessunarlega verið að mestu lausir við hana. Donni segist vera sá eini úr leikmannahópnum sem ennþá hafi greinst jákvæður á síðustu dögum en afar vel er fylgst með heilsufari handknattleiksmanna í Frakklandi eins og víða annarstaðar og skimaðir með reglubundnum hætti.


Leikmenn fleiri félaga í Frakklandi kljást við veiruna þessa daga, meðal þeirra eru liðsmenn meistaraliðsins PSG og einnig hafa veikindi gert leikmönnum Ivry gramt í geði á síðustu dögum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -