Donni í úrvalsliði ársins í Frakklandi

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er svo sannarlega að gera það gott í franska handknattleiknum með PAUC. Mynd/LiquiMolyStarligue

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er í úrvalsliði frönsku 1. deildarinnar í handknattleik en greint var frá niðurstöðum í valinu í morgun.


Donni er einn þriggja leikmanna frá PAUC sem er í úrvalsliðinu. Valið er mikil viðurkenning fyrir Donna sem er að ljúka sínu öðru ári í frönsku 1. deildinni. Í frönsku 1. deildinni leikar margir af fremstu handknattleiksmönnum heims auk þess sem franskur handknattleikur hefur um langt árabil verið einn sá besti í Evrópu með landsliðið í fararbroddi.


Fáeinar vikur eru liðnar síðan Donni skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við PAUC. Hann er næst markahæsti leikmaður liðsins sem er í þriðja sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir óleiknar.

Hér fyrir neðan má sjá hverjir skipa úrvalslið frönsku 1. deildarinnar keppnistímabilið 2021/2022.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -