- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir tvo tapleiki í röð vann ÍBV stórsigur í Krikanum

Birna Berg Haraldsdóttir leikmaður ÍBV. Mynd/Facebooksíða ÍBV
- Auglýsing -

ÍBV vann stórsigur á FH, 27:14, í Olísdeild kvenna í handknattleik í Kaplakrika í dag og náði þar með í sín fyrstu stig á nýju ári en ÍBV tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum eftir að deildarkeppnin hófst aftur með eins marks mun.


Leikmenn ÍBV ætluðu ekki að láta nýliða FH, sem tefldi fram nýjum þjálfara, slá sig út af laginu í dag. Eyjakonur tóku öll völd á leikvellinum strax í upphafi og voru með sjö marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:8.

Engin breyting varð á í síðari hálfleik. Munurinn var mikill á liðunum og ljóst að ærinn starfi bíður Guðmundar Pedersen sem tók við þjálfun FH-liðsins á miðvikudaginn var. FH er áfram í neðsta sæti Olísdeildarinnar án stiga eftir sjö leiki. ÍBV situr í fimmta sæti með sjö stig að loknum sjö leikjum.

Mörk FH: Emelía Ósk Steinarsdóttir 4/2, Andrea Valdimarsdóttir 3, Fanney Þóra Þórsdóttir 3/2, Ragnheiður Tómasdóttir 2, Freydís Jara Þórsdóttir 1, Britney Cots 1.
Varin skot: Írena Björk Ómarsdóttir 10 skot, 27,8%.
Mörk ÍBV: Lina Cardell 5, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 4/3, Sunna Jónsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Bríet Ómarsdóttir 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Darja Zecevic 10 skot, 76,9% – Marta Wawrzykowska 7 skot 38,9%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -