Mynd/EHF

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að senda aðildarsamböndum sínum og þeim félagsliðum sem taka þátt í Evrópumótum félagsliða búnað til að taka kórónuveirupróf.

Stundarfjórðungi eftir að prófið hefur verið tekið kemur í ljós hvort sá sem gekkst undir prófið er sýktur af kórónaveirunni eða ekki. Þetta kemur fram í tilkynningu sem EHF sendi frá sér m.a. til fjölmiðla.

Þar segir ennfremur að þegar hafi þessi búnaður verið sendur til félaga sem taka þátt í Evrópumótum félagsliða. Engum sögum fer af því í tilkynningunni hvort hann hafi verið notaður né hvort hann reynist vera nothæfur eða marktækur.


Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, sagði í samtali við handbolta.is að HSÍ hafi ekki borist pakkinn frá EHF. Hann hafi fengið vitneskju að pakkinn með búnaðnum sé væntanlegur.

„Ég veit ekki hvað hér er á ferðinni annað en það sem komið hefur fram í tilkynningu EHF um að von sé á þessum búnaði til okkar eins og annarra. Við skoðum þetta þegar pakkinn kemur. Svo á nú alveg eftir að koma í ljós hvort heilbrigðisyfirvöld hér á landi samþykkja þennan búnað og hvernig á að bera sig að við prófanir. Það er mjög mörgum spurningum enn ósvarað í þessum efnum,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Selfossliðið styrkist

Kvennaliði Selfoss í Grill 66-deildinni hefur borist liðsstyrkur fyrir átökin sem hefjast þegar heimilt verður að keppa á ný á Íslandsmótinu í...

Viltu vera með?

Frá og með deginum í dag geta lesendur handbolta.is greitt fast mánaðarlegt framlag til að efla starfsemi hans. Hægt er að greiða...

KA/Þór fékk ítalskt lið

KA/Þór leikur við ítalska liðið Jomi Salerno í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna en dregið var í morgun. Jomi Salerno var...
- Auglýsing -