Einar og Róbert hafa valið Portúgalsfarana

U20 ára landslið Íslands sem lék við Dani hér á landi fyrr á þessu ári. Mynd/HSÍ

Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson hafa valið 16 leikmenn sem taka þátt í lokakeppni Evrópumóts landsliða karla skipað leikmönnnum 20 ára og yngri. Mótið fer fram frá 7. til 17. júlí í Porto í Portúgal en æfingar hefjast af miklum móð 13. júní.


Sextán þjóðir taka þátt í mótinu og verður íslenska landsliðið með Þýskalandi, Ítalíu og Serbíu í riðli á fyrsta stigi keppninnar.


Áður en haldið verður til Portúgal tekur íslenska liðið þátt í æfingamóti í Noregi frá 27. til 30. júní.


Markverðir:
Adam Thorstensen, Stjörnunni.
Brynjar Vignir Sigurjónsson, Aftureldingu.
Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi.
Aðrir leikmenn:
Andri Finnsson, Val.
Andri Már Rúnarsson, Stuttgart.
Arnór Viðarsson, ÍBV.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Einar Bragi Aðalsteinsson, HK.
Gauti Gunnarsson, ÍBV.
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum.
Ísak Gústafsson, Selfossi.
Jóhannes Berg Andrason, Víkingi.
Kristófer Máni Jónasson, Haukum.
Símon Michael Guðjónsson, HK.
Tryggvi Þórisson, Selfossi.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -