Valsmenn fóru illa með lið Aftureldingar í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Valsmenn risu úr öskustónni eins og fuglinn Fönix í kvöld og kjöldrógu leikmenn Aftureldingar í Olísdeild karla í handknattleik en leikið var í Origohöllinni á Hlíðarenda, 30:21. Aðeins annað liðið var með á nótunum í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan, 21:10. Valur færðist þar með upp að hlið Aftureldingar í þriðja til fjórða sæti með 13 stig að loknum 11 leikjum.

Úrslit leiksins réðust í fyrri hálfleik. Þá var Aftureldingarliðið ekki með. Varnarleikurinn var í molum, markvarsla engin. Sóknarleikurinn mátti sín lítils gegn baráttuglöðum leikmönnum Vals sem höfðu lært sína lexíu af misgóðum leikjum upp á síðkastið. Ekki bætti úr skák fyrir Mosfellinga að Martin Nágy, markvörður Vals, tók upp á því að verja eins og berserkur.

Allan neista vantaði í Aftureldingarliðið að þessu sinni. Ellefu mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 21:10. Anton Rúnarsson leikmaður Vals hafði þá skorað jafn mörg mörk og allt Aftureldingarliðið.

Í síðari hálfleik var aðeins spurning um hvort Aftureldingu tækist að stöðva undanhaldið eða ekki. Segja má að það hafi tekist en meira var það varla.

Mörk Vals: Anton Rúnarsson 13, Stiven Tobar Valencia 6, Magnús Óli Magnússon 4, Tumi Steinn Rúnarsson 2, Arnór Snær Óskarsson 1, Alexander Örn Júlíusson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1.
Varin skot: Martin Nagy 21, 50%.

Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 5, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Þorseinn Leó Gunnarsson 2, Gunnar Kristinn Þórsson 2, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 2, Þrándur Gíslason Roth 2, Guðmundur Árni Ólafsson 1, Bergvin Þór Gíslason 1, Einar Ingi Hrafnsson 1.
Varin skot:  Arnór Freyr Stefánsson 9, 27,3% – Bjarki Snær Jónsson 0.

Öll tölfræði leiksins á HBStatz.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Annar þjálfari Þórs er hættur

Þorvaldur Sigurðsson er hættur þjálfun karlaliðs Þórs á Akureyri en liðið leikur í Olísdeildinni. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Halldór...

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...

Harðarmenn gáfu Kríunni ekkert eftir

Leikmönnum Harðar á Ísafirði vex fiskur um hrygg með hverjum leiknum sem þeir leika í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa...
- Auglýsing -