- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eitthvað skemmtilegt er í uppsiglingu

Sigvaldi Björn Guðjónsson þekkir vel til í norskum handknattleik. Mynd /EPA
- Auglýsing -

„Þetta er spennandi dæmi. Það er eitthvað skemmtilegt í uppsiglingu,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður pólska meistaraliðsins Vive Kielce sem samið hefur við norska úrvalsdeildarliðið Kolstad í Þrándheimi og frá og með næsta keppnistímabili.

Norski fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur greint frá væntanlegri komu hóps handknattleiksmanna til Kolstad á næsta keppnistímabili og miklu áætlunum forráðamanna félagins um að gera Kolstad að eitt af stórveldum evrópsks handknattleiks á næstu árum. Snemma í september var fyrst sagt frá því á TV2 í Noregi að Sigvaldi Björn og Janus Daði Smárason væri meðal þeirra sem væru í sigti stjórnenda Kolstad auk nokkurra norska landsliðsmanna, þeirra helstur er Sander Sagosen.

Þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar

„Þetta var í það minnsta svo spennandi að ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um að skrifa undir samning við félagið þótt ég sé mjög sáttur hjá Kielce, einu af bestu liðum Evrópu. Við stefnum á að byggja upp eitt af bestu liðum Evrópu hjá Kolstad,“ sagði Sigvaldi Björn ennfremur þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í dag. Sigvaldi Björn þekkir vel til í norskum handknattleik eftir að hafa leikið með meistaraliðinu Elverum frá 2018 til 2020.

Sagosen er segullinn í þessu. Á því leikur enginn vafi

Forráðamenn Kolstad í Þrándheimi með verslunarkeðjuna Rema1000 í fararbroddi eru stórhuga í uppbyggingu félagsins og er Sigvaldi Björn einn sex leikmanna sem greint var frá í gær að hafa ákveðið að ganga til liðs við félagið á næstu tveimur árum. Stærsta nafnið er án efa Norðmaðurinn, Sander Sagosen, einn fremsti handknattleiksmaður heims.

Torbjørn Bergerud, landsliðsmarkvörður Noregs, Magnus Gullerud, Sigvaldi Björn og Janus Daði kom til Kolstad á næsta sumri.  Magnus Abelvik Rød og Sander Sagosen bætast í hópinn sumarið 2023 þegar samningar þeirra við Flensburg og Kiel renna út. 

Háleit og skemmtileg markmið

„Markmiðin eru háleit og skemmtileg. Það var erfitt að segja nei við þessu boði og komast til Skandinavíu á nýja leik og leika með mörgum flottum strákum sem eru að koma heim til að taka þátt í þessu verkefni við að byggja upp stórlið. Fyrsta árið verður áhugavert en markmiðið verður sett á að vinna norsku deildina svo félagið eigi sæti í Meistaradeildinni frá og með tímabilinu 2023 þegar Sagosen og Röd koma,“ sagði Sigvaldi Björn sem hlakkar til samkeppninnar við sitt fyrra félag, Elverum, sem borið hefur ægishjálm yfir önnur norsk handboltalið í karlaflokki á síðustu árum. Enginn vafi er á að augu fólks munu í auknu mæli beinast að úrvalsdeild karla með þessu verkefni í Þrándheimi.

Um tíma vissi maður ekki hvort þetta væru draumar eða eitthvað sem væri raunhæft.

Sigvaldi Björn segir að nokkuð sé um liðið síðan þetta verkefni var fært í tal við hann fyrst. „Um tíma vissi maður ekki hvort þetta væri’u draumar eða eitthvað sem væri raunhæft. Það er ekki langt síðan að staðfest var að allt væri komið á fulla ferð við undirbúning og samningar við leikmenn lágu fyrir.


Ég hlakka til að fara til Noregs aftur. Þrándheimur er líka skemmtileg borg og ekki spillir fyrir að fá Janus [Daða Smárason] með í þetta. Auk þess verður gaman að spila með Sagosen. Hann er einn sá besti heiminum og á örugglega eftir að laða marga að, jafnt leikmenn sem áhorfendur. Sagsoen er frá Þrándheimi og þess vegna er það stórmál fyrir hann að vera kjöfesta í uppbyggingu á stórliði á heimaslóðum. Sagosen er segullinn í verkefninu. Á því leikur enginn vafi,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, verðandi leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Kolstad sem ætlar sér að vinna Meistaradeild Evrópu í vor með Vive Kielce áður en hann kveður pólska meistaraliðið.

Pétur Pálsson lék með Kolstad frá 2013 til 2017 og var í liðinu sem vann sér sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn 2015. 
Kolstad er núna í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir níu leiki, er 12 stigum á eftir Elverum sem trónir á toppnum eins og undanfarin ár. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -