- Auglýsing -

Elliði Snær og Björgvin Páll farnir í einangrun

Elliði Snær Viðarsson er kominn í einangrun eftir að greinst jákvæður í morgun. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Í hraðprófi sem tekið var hjá leikmönnum og starfsmönnum íslenska landsliðsins í handknattleik í morgun greindust Elliði Snær Viðarsson og Björgvin Páll Gústavsson með jákvæð próf. Beðið eftir niðurstöðu PCR prófs.


Björgvin Páll er því kominn aftur í einangrun meðan beðið er eftir frekari niðurstöðum. Hann hafði áður losnaði í gærmorgun og var gjaldgengur í leiknum við Króata.

PCR próf liðsins í gærkvöldi voru öll neikvæð ef frá eru taldir þeir 11 sem voru í einangrun.


Ellefu leikmenn og einn starfsmaður liðsins hafa þá greinst síðustu daga.

Enginn úr hópi þeim sem er í einangrun losnaði úr henni í morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -