- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Þrjár þjóðir berjast um tvö sæti

Gríðarleg eftirvænting ríkir utan vallar sem innan í Danmörku fyrir leikinn við Rússa á EM í kvöld. Mynd/ Uros Hocevar / kolektiff
- Auglýsing -

Á lokadegi í milliriðli 1 á Evrópumóti kvenna í handknattleik verður keppnin um sætið í undanúrslitum á milli liðanna sem spiluðu til úrslita á EM 2018, Frakklands og Rússlands, og gestgjafanna frá Danmörku. Þessi þrjú lið geta öll ennþá tekið sæti í undanúrslitum en eitt af þeim mun sitja eftir og spila um 5. sætið.

Frakkar spila gegn Svíum og tapi Frakkar þeim leik þá opnast dyr fyrir Rússa og Dani að komast áfram í undanúrslitin. Ef hins vegar Frakkar vinna eða gera jafntefli þá verður leikur Dana og Rússa hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið fylgi Frökkum í undanúrslitin.

Það er ekki aðeins boðið uppá baráttu um sæti í undanúrslitum í dag því það er líka barist um að komast í sögubækurnar. Þær Isabelle Gulldén og Carmen Martin eru jafnar í þriðja sæti yfir flest mörk skoruð i sögu EM. Þær geta báðar rofið 200 marka múrinn í dag og sú sem skorar fleiri mörk mun setjast í þriðja sætið á listanum.


Svartfjallaland – Spánn | kl 15.00 | Beint á EHFTV.com
Dómarar: Viktorija Kijauskaite / Austa Zaliene (Litháen)
• Hvorugt þessara liða getur komist í undanúrslit né í leikinn um 5. sætið en þau vilja hins vegar enda mótið á jákvæðan hátt. 
• Fyrirliði spænska liðsins Carmen Martiín vantar aðeins 2 mörk til þess að rjúfa 200 marka múrinn á EM sem gerir hana að þriðja leikmanninum til þess að ná áfanga en þær Cristina Neagu (264 mörk) og Ágnes Farkas (205 mörk). 
• Jovanka Radicevic fyrirliði Svatfjallalands mun spila sinn 35. leik á EM í dag en hún er leikjahæsti leikmaður liðsins á EM. 
• Þessar þjóðir hafa mæst 3 sinnum áður á EM þar sem Svartfellingar hafa unnið tvisvar sinnum og Spánverjar einu sinni.


Frakkland – Svíþjóð |kl 17.15 | Beint á EHFTV.com
Dómarar: Vanja Antic / Jelena Jakovljevic (Serbíu)
• Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar eru í bestu stöðunni um sæti í undanúrslitum fyrir leiki dagsins. Sigur eða jafntefli tryggir þeim sætið. 
• Svíar geta hins vegar ekki spilað um sæti á þessu móti en þeir eru staðráðnar í að enda mótið með sigri. 
• Isabelle Gulldén getur líkt og Carmen Martin rofið 200 marka múrinn í dag. En þær voru einmitt liðsfélagar í CSM Búcaresti þegar liðið vann Meistaradeild kvenna 2016. 
• Cléopatre Darleux, markvörður, kemur aftur inn í franska landsliðið í dag eftir að hafa setið yfir í síðasta leik liðsins gegn Rússum eftir að hafa hlotið höfuð högg í viðureigninni við Spánverja. Laura Glauser fer þar með aftur upp í áhorfendastúku.
• Liðin hafa mæst 17 sinnum áður þar sem Frakkar hafa unnið 10 sinnum, Svíar í fimm skipti og tvisvar hafa þjóðirnar skilið með skiptan hlut.
• Síðasti sigurleikur Svía gegn Frökkum kom á EM 2014. Svíar unnu til bronsverðlauna á því móti.


Danmörk – Rússland | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar: Jelena Mitrovic / Andjelina Kazanegra (Svartfjallalandi)
 • Bæði lið eiga möguleika á sæti í undanurslitum og þessi leikur verður að teljast mesti spennuleikur umferðarinnar en mikið í húfi.
• Danir þurfa sigur í þessum leik til þess að komast í úrslitahelgina en tap eða jafntefli þýðir að þeir leik um 5.sætið óháð úrslitum úr öðrum leikjum. 
• Rússar komast pottþétt áfram í undanúrslit með sigri eða jafntefli en þó gætu þeir einnig komist áfram þótt að þeir tapi. Ef Frakkar tapa sínum leik þá mun markamunur skera úr um hvort Rússar eða Frakkar komist áfram og þar hafa þær rússnesku yfirhöndina. 
• Þessar þjóðir eiga sér langa sögu en þær hafa mæst 19 sinnum áður. Rússar hafa unnið 10 leiki, Danir sjö og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Danir hafa hins vegar unnið fimm af átta viðureignum þjóðanna á EM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -