- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Áföll og mótbyr herti Serbana – myndskeið

Andrea Lekic skærasta stjarna serbneska landsliðsins flutt af leikvelli í börum í gærkvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir erfiða daga að undanförnu með sóttkví, einangrun og kórónuveiru í herbúðunum þá bitu Serbar hressilega frá sér í kvöld er þeir skelltu heimsmeisturum Hollendingar, 29:25, í lokaleik C-riðils. Serbar mættu miklu mótlæti í leiknum. Þeir lentu undir 16:9 eftir fyrri hálfleik auk þess að verða fyrir áfalli þegar besti leikmaður liðsins, Andrea Lekić, meiddist á hægri fæti og var borin af leikvelli.

Lekic kom ekkert meira við sögu og samkvæmt fréttum í kvöld þá er ekki mikil ástæða til að ætla að hún verði með í næsta leik Serba á mótinu, gegn Ungverjum. Jafnvel er óttast að hún hafi slitið hásin. Sé svo leikur Lekic ekki handbolta næstu mánuði.
Þess utan eru þrír leikmenn liðsins í einangrun og sóttkví. Ekki er útilokað að sú sem dvelur í sóttkví losni úr henni fyrir næsta leik.
Hollendingar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og voru sex mörkum yfir þegar allt hrökk í baklás. Serbar skoruðu sjö mörk í röð og komust yfir í fyrsta sinn, 23:22.


Varnarleikur Serba var frábær þegar á leið leikinn sem olli Hollendingum miklum erfiðleikum.
Serbar léku með sjö manna sóknarleik í síðari hálfleik. Þannig tókst að galopna vörn Hollendingar hvað eftir annað.
Sannarlega óvænt úrslit þegar tekið er mið af ástandi serbneska liðsins um þessar mundir.
Mörk Hollendinga: Danick Snelder 5, Lois Abbingh 4, Laura van der Heijden 4, Larissa Nusser 2, Bo van Wetering 2, Martine Smeets 2, Angela Malestein 2, Inger Smits 1, Kelly Dulfer 1.
Varin skot: Tess Wester 15.
Mörk Serba: Katarina Krpez-Slezak 10, Andjela Janjusevic 4, Jovana Stouljkovic 3, Sanja Radosavljevic 3, Andrea Lekic 2, Jelena Lavko 2, Zeljka Nikolic 2, Kristina Lescevic 2, Sladana Pop-Lazic 1.
Varin skot: Jovana Risovic 11, Katarina Tomasevic 4.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -