EMU18: Æft og kröftum safnað fyrir morgundaginn – myndir

U18 ára landsliðið fyrir utan hótelið í Podgorica á dögunum. Mynd/HSÍ

Piltarnir í U18 ára landsliðinu í handknattleik leika ekki í dag á Evrópumeistarmótinu sem stendur yfir í Podgorica í Svartfjallalandi. Eftir tvo leiki á jafnmörgum dögum er keppnishlé hjá liðunum sextán sem taka þátt áður en lokaumferð riðlakeppninnar fer fram á morgun. Eftir leiki morgundagsins liggur fyrir hvaða átta lið leika um efstu sætin og hver þeirra takast á um sætin frá níu til sextán.


Íslensku piltarnir hafa unnið Pólverja en tapað fyrir Ungverjum á mótinu. Á morgun mæta þeir Þjóðverjum sem einnig hafa haft betur í einum leik og beðið lægri hlut í öðrum á mótinu til þessa. Sigurliðið í leiknum fylgir Ungverjum eftir í átta liða úrslit sem leikin verða í tveimur fjögurra liða riðlum eftir helgina.


Æft var af krafti í hitanum í Podgorica í morgun. Tóku allir 16 leikmenn íslenska liðsins þátt í mótinu. Í dag heldur áfram undirbúningur fyrir leikinn.


Viðureign Íslands og Þýskalands hefst klukkan 12 á morgun. Handbolti.is verður með textalýsingu eins og frá öðum leikjum Íslands á mótinu. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá æfingunni í morgun. Hægt er að smella á hverja mynd fyrir sig til þess að sjá þær stærri.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -