- Auglýsing -
- Auglýsing -

Iljarfellsbólga hrjáir Stefán

Upp hefur komið kórónuveirusmit innan Pick Szeged-liðsins sem Stefán Rafn Sigurmannsson leikur með. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ekki jafnað sig fullkomlega af erfiðum meiðslum sem hafa plagað hann síðustu mánuði. Þar af leiðandi gat hann ekki tekið þátt í upphafsleik Pick Szeged í ungversku deildarkeppninni í handknattleik sem hófst í gærkvöld.

„Eins og staðan á mér er núna vonast til til að það sé að hámarki tvær vikur sem líða þangað til ég get farið að spila á ný með liðinu,“ sagði Stefán Rafn í samtali í gær. Hann er að hefja sitt þriðja tímabil með ungverska liðinu sem varð meistari síðast vorið 2019.

Það sem hefur hrjáð Stefán Rafn um langt skeið eru særindi í sin í ilinni sem liggur út í hælinn, svokölluð, plantar fasciitis. Illa hefur gengið að ráða niðurlögum þeirra særinda sem nefnist á íslensku iljarfellsbólga.

Sem fyrr segir þá vonar Stefán að fyrir endan fari að sjást. Þetta eru sömu meiðsli og héldu Stefáni talsvert frá keppni á fyrrihluta þessa árs áður en kórónuveiran fór að leika lausum hala.

„Ég er búinn að glíma við þessi meiðsli um nokkurn tíma en ég vona nú það besta,” sagði Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Pick Szeged og landsliðsmaður við handbolta.is í gær.

Fjarvera Stefáns Rafns í leiknum í gær kom ekki að sök. Pick Szeged vann öruggan sigur, 39:22, á Orosházi á heimavelli síðarnefnda liðsins.

plantar fasciitis

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -