- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar hefjast handa við byggingu þjóðarhallar

Tölvuteikning af væntanlegri þjóðarhöll íþrótta í Færeyjum.
- Auglýsing -

Áætlanir um byggingu þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Færeyjum voru staðfestar í dag þegar borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen, greindi frá þeim á blaðamannafundi. Borgarsjóður Þórshafnar mun greiða helming kostnaðar en einkaaðilar innlendir sem erlendir greiða hinn helminginn en reiknað er að byggingin kosti hálfan fimmta milljarð króna.


Áætlað er að byggingatími verði 20 mánuðir. Sjálfseignarfélag hefur verið stofnað um bygginguna og rekstur hennar.


Føroya Arena verður þjóðarhöll allra Færeyinga, sagði Mortensen en auk þess að uppfylla alla kröfur sem gerðar eru til keppni í handknattleik, körfuknattleik og blaki stendur til að um fyrsta flokks ráðstefnu-, sýninga- og tónleikahöll verði um að ræða. „Þetta verður þjóðarhöll allra Færeyinga,“ sagði Mortensen borgarstjóri á kynningafundinum í dag.


Keppnishöllin á rúma 2.700 áhorfendur í sæti á handboltaleikjum en mögulegt verður að koma allt að 4.600 áhorfendum fyrir á tónleikum. Gólfflötur hallarinnar verður 8.350 fermetrar en alls er lóðin um 23.000 fermetrar með 650 bílastæðum auk þess sem gert er ráð fyrir greiðum almenningssamgöngum til og frá höllinni.

Fyrir þá sem þekkja til í Þórshöfn þá mun byggingin rísa við Stórutjørn, milli Hoyvíkur og Hvítanes.


Mortensen hafði áður greint frá áformum sínum í ágúst þegar hann tók á móti ungmennalandsliði Færeyinga í handknattleik karla eftir að liðið vann B-keppni Evrópumótsins. Sagði hann þá m.a. að ekki kæmi til greina að þessir hópur né aðrir færeyskir íþróttmenn léku heimaleiki sína utan heimalandsins en Höllin á Hálsi er fyrir orðin barn síns tíma.


Fátt ef nokkuð er til fyrirstöðu að hægt verði að hefjast handa við byggingu á næstunni.

Hér er hægt að smella á hlekk fyrir þá sem vilja kynna sér málið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -