- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fer í aðgerð í vikulokin

Janus Daði Smárason í leik með Göppingen. Mynd/Göppingen
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason fer í aðgerð á hægri öxl undir vikulokin og verður ekkert meira með Göppingen á þessu keppnistímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgunsárið.


Janus Daði hefur glímt við erfið meiðsli í öxl um margra mánaða skeið og varð hann m.a. að draga sig út úr íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Egyptalandi eftir einn leik. Þegar Janus Daði kvaddi íslenska landsliðshópinn í Kaíró á dögunum lá það í loftinu að vart yrði komist hjá aðgerð á öxlinni.

Auk þess að leika ekki meira með Göppingen í þýsku 1. deildinni meira á þessari leiktíð verður Janus Daði heldur ekki með íslenska landsliðinu fyrr en í haust. Hann missir af öllum leikjunum sem eftir eru í undankeppni EM í vor.

Uppfært klukkan 13.20:
Janus Daði staðfesti í skilaboðum til handbolta.is áðan að hann fari í aðgerð á fimmtudaginn og leiki ekki handknattleik næstu sex mánuði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -