- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm úr U18 ára landsliðinu valdar í A-landsliðshópinn

Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukaum er ein þeirra sem valin var í A-landsliðshópinn í dag. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Fimm leikmenn U18 ára landsliðs kvenna, sem hafnaði í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Norður Makedóníu í síðasta mánuði, voru í dag valdir í 22 kvenna landsliðshóp sem verður saman við æfingar undir stjórn Arnars Péturssonar landsliðsþjálfara frá 26. september til 1. október. Æfingarnar eru liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir tvo leiki við Ísrael í forkeppni heimsmeistaramótsins sem fram fara hér á landi 5. og 6. nóvember.


Ein af leikmönnunum fimm, Elísa Elíasdóttir úr ÍBV, hefur áður verið valin í A-landsliðið. Hinar eru Ethel Gyða Bjarnasen, HK, Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, Lilja Ágústsdóttir, Val, og Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss.


Ethel Gyða Bjarnesen markvörður U18 landsliðsins. Mynd/IHF


Perla Ruth Albertsdóttir, horna- og línumaður Fram, er í landsliðshópnum en a.m.k. tvö ár eru liðin síðan hún var síðast kölluð inn í til æfinga með landsliðinu.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Karen Knútsdóttir eru meiddar og geta þar af leiðandi ekki tekið þátt í æfingunum að þessu sinni.


Hópurinn er skipaður eftirtöldum 22 leikmönnum.


Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Fram (36/1).
Ethel Gyða Bjarnasen, HK (0/0).
Sara Sif Helgadóttir, Val (3/0).
Aðrir leikmenn:
Aldís Ásta Heimisdóttir, Skara HF (4/2).
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (31/30).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (32/32).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (0/0).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (14/12).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (90/101).
Lilja Ágústsdóttir, Val (0/0).
Lovísa Thompson, Ringkøbing Håndbold (22/66).
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (24/30).
Rakel Sara Elvarsdóttir, Volda (5/4).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (108/233).
Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (12/36).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (38/34).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (67/53).
Thea Imani Sturludóttir, Val (54/83).
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi (0/0).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (38/46).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (113/330).

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -