- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnismenn skelltu toppliðinu

. Mynd/Þorgils G.
- Auglýsing -

Fjölnir varð fyrst liða á þessari leiktíð til þess að leggja Hörð frá Ísafirði í Grill66-deild karla í handknatteik í dag er liðin mættust í Dalhúsum, 34:33.

Hörður var marki yfir, 20:19, að loknum fyrri hálfleik og hafði þriggja marka forskot, 25:22, þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.


Þar með hafa öll liðin í Grill66-deildinni tapað leik á keppnistímabilinu.

Hörður er áfram í efsta sæti ásamt ÍR með 16 stig, hvort lið, eftir níu leiki. Sigur Fjölnis hleypir aukinni spennu í toppbaráttuna. Fjölnir hefur 14 stig í þriðja sæti og Þór er ekki langt undan með 12 stig eftir sigur á ungmennaliði Vals í Höllinni á Akureyri í dag, 32:29, eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu Þórs. Leikskýrsla hefur ekki skilað sér frá Þórsurum þegar þetta er ritað um klukkan 18.30 að kveldi laugardags.


Hörður sækir Þórsara heim til Akureyrar eftir viku.


Mörk Fjölnis: Brynjar Óli Kristjánsson 9, Elvar Otri Hjálmarsson 6, Goði Ingvar Sveinsson 4, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 4, Jón Bald Freysson 3, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Óðinn Freyr Heiðmarson 2, Veigar Snær Sigurðsson 2.
Mörk Harðar: Seguru Hikawa 10, Kenya Kasahara 5, Daníel Wale Adeleye 4, Guntis Pilpuks 4, Mikel Amilibia Aristi 4, Jón Ómar Gíslason 3, Þráinn Ágúst Arnaldsson 2, Axel Sveinsson 1.

Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

Margar myndir ljósmyndarans Þorgils G., frá leiknum er að finna á Facebook síðu Fjölnis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -