Fimm Íslandsvinir með Litáum

Vilius Rasimas, markvörður Selfoss. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Fjórir leikmenn sem annað hvort leika nú með íslenskum félagsliðum eða hafa leikið hér á landi eru í landsliðshópi Litáa sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Til viðbótar lék landsliðsþjálfari Litáa, Mindauskas Andriuska, með ÍBV um skeið í byrjun aldarinnar.

Vilius Rasimas markvörður Selfoss undanfarin tvö ár eru einn þeirra en einnig Gytis Smantauskas, örvhenta skyttan sem hefur leikið með FH á keppnistímabilinu.


Auk þeirra er Gietrius Morkunas fyrrverandi markvörður Hauka í landsliðshópnum. Þar með hafa báðir markverðir landsliðshóps Litáa tengingu við Ísland.

Fjórði Íslandsvinurinn í hópnum er Dumcius Minaugas sem lék með Akureyri handboltafélagi fyrir nokkrum árum áður en hann flutti til Þýskalands þar sem hann hefur leikið síðan, lengst af hjá Elbflorenz í Dresden.

Þess má geta til gamans að Andriuska var örvhent skytta á sínum tíma þegar hann lék með ÍBV. Hann skoraði 190 mörk í 25 leikjum keppnistímabili 2001 til 2002. Var með 319 mörk í 45 leikjum með ÍBV á tveimur keppnistímabilum

Landslið Litáen tekur þátt í EM2022 og er það í fyrsta sinn í 24 ár sem landslið þjóðarinnar tekur þátt í lokakeppni EM.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -