- Auglýsing -

Flytja úr Digranesi á Ásvelli

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Kórdrengir, sem leika í Grill66-deild karla, færa sig um set á keppnistímabilinu sem er framundan. Þeir verða með bækistöðvar á Ásvöllum í Hafnarfirði, heimavelli Hauka. Á síðasta keppnistímabili léku Kórdrengir heimaleiki sína í Digranesi en stunduðu æfingar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið m.a. í Digranesi, eftir því sem næst var komist.


Kórdrengir segja frá flutningi sínum úr Kópavogi til Hafnarfjarðar á samfélagsmiðlum í dag.


Þar með er ljóst að Kórdrengirnir eru ekki af baki dottnir en ýjað var að því í spjallþætti á dögunum að lausatök væru á undirbúningi liðsins.


Kórdrengir sækja HK heim í Kórinn í Kópavogi í 1. umferð föstudaginn 23. september.


Kórdrengir sendu lið til keppni í fyrsta sinn í Grill66-deildinni á síðasta keppnistímabili og hafnaði það í áttunda sæti.

Leikjadagskrá Grill66-deilda.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -