Gangi allt að óskum næstu daga er ekki nema vika þangað til keppni á Íslandsmótinu hefst aftur. Mynd/Fjölnir - Þorgils

„Við í handknattleikshreyfingunni fögnum að sjálfsögðu tíðindum dagsins og ekki síst þeim að opnað verði fyrir alla aldurflokka því eins og menn vita þá hafa ungmenni ekkert mátt æfa mánuðum saman,” sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands þegar handbolti.is leitaði viðbragða hans við tilkynningu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í hádeginu um að gangi klakklaust í baráttunni við kórónuveiruna áfram næstu daga þá verði opnað fyrir keppni í íþróttum um miðjan þennan mánuð.


Róbert segir að gangi allt eftir þá sé Handknattleikssambandið tilbúið að hefja keppni á Íslandsmótinu, þ.e. í Olísdeild kvenna og Grill 66-deildum karla og kvenna um aðra helgi, 15.,16., og 17. janúar. Hvenær flautað verður til leiks í Olísdeild karla ræðst af niðurstöðu formannafundar sem haldinn verður strax upp úr komandi helgi.


„Það ríkir mikil eftirvænting hjá öllum að byrja aftur eftir langt hlé. Handboltinn er að fara á fullt sem sem er mikið gleðiefni. Deildarkeppnin hér heima og karlalandsliðið á HM. Það er ekki annað hægt en að vera kátur. Hinsvegar verðum við öll að gæta vel að okkur og fara áfram eftir öllum reglum varðandi sóttvarnir. Það er mjög mikilvægt hér eftir sem hingað til. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum slaka á í þeim efnum,” sagði önnum kafinn framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, Róbert Geir Gíslason, í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Fjölnir tyllti sér aftur á toppinn

Fjölnismenn gefa toppsæti Grill 66-deild karla í handknattleik ekki eftir enda voru þeir búnir að sitja í efsta sæti deildarinnar þegar leikir...

Örn Ingi mætti til leiks og Víkingur vann með níu

Víkingar koma öflugir til leiks aftur eftir þriggja og hálfs mánaðar hlé á keppni í Grill 66-deildinni í handknattleik karla. Þeir tóku...

HK byrjaði vel eftir langt hlé

HK hóf keppni í Grill 66-deild karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Vængjum Júpíters í Dalhúsum í Grafarvogi, 29:18,...
- Auglýsing -