Fór aftur úr axlarlið

Hætt er við að Valþór Atli Guðrúnarson fór örðu sinn úr axlarlið á innan við mánuði í dag. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net

Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, fór úr hægri axlarlið þegar um stundarfjórðungur var eftir af leik Þórs og KA í Olísdeild karla í handknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Þetta er í annað sinn á innan við mánuði sem Valþór Atli verður fyrir þessu óláni en hann fór einnig úr lið á sömu öxl í viðureign Vals og Þórs 25. janúar.

Vefmiðilinn akureyri.net greinir frá þessu.

Valþór Atli mætti óvænt til leiks um síðustu helgi þegar Þór vann Gróttu á heimavelli. Hætt er við að langur tími líði þar til hann leikur handknattleik á nýjan leik.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -