Alfredo Quintana markvörður Porto og portúgalska landsliðsins í handknattleik. Mynd/EPA

Hinn frábæri markvörður Porto og landsliðs Portúgal, Alfredo Quintana, veiktist alvarlega á æfingu Porto í dag og fór í hjartastopp, eftir því sem félagið greinir frá á heimasíðu sinni. Quintana var fluttur rakleitt á sjúkrahús þar sem hann komst umsviflaust undir læknishendur en fyrstu aðstoð fékk hann vitanlega í íþróttasalnum þar sem hann hneig niður.

Ekki hafa borist nýjar fregnir af heilsu Quintana í kvöld en félagið segir að frá henni verði greint um leið og ástand markvarðarins skýrist eftir rannsóknir.

Quintana er 32 ára gamall og fæddist á Kúbu. Hann hefur leikið með Porto í 11 ár og leikið með landsliði Portúgals síðustu sjö ár, lengst af sem aðalmarkvörður, nú síðasta á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Annar þjálfari Þórs er hættur

Þorvaldur Sigurðsson er hættur þjálfun karlaliðs Þórs á Akureyri en liðið leikur í Olísdeildinni. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Halldór...

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...

Harðarmenn gáfu Kríunni ekkert eftir

Leikmönnum Harðar á Ísafirði vex fiskur um hrygg með hverjum leiknum sem þeir leika í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa...
- Auglýsing -