- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram skildi Gróttu eftir í neðri hlutanum

Stefán Orri Arnalds, Vilhelm Poulsen og Stefán Darri Þórsson fagna sigrinum í Safamýri í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Fram tókst að rífa sig frá neðri hluta Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með því að leggja Gróttu í Framhúsinu, 29:27, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12. Framarar eru þar með orðnir jafnir KA og Aftureldingu að stigum í sjöunda til níunda sæti en tókst að skilja Gróttumenn eftir í 10. sæti fimm stigum á eftir.

Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, reyndist Gróttumönnum erfiður lengst af. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Framliðið var mun öflugra í fyrri hálfleik. Lárus Helgi Ólafsson markvörður var mættur á nýjan leik. Hann varði allt hvað af tók. Agalítill sóknarleikur Gróttumanna hjálpaði á tíðum heldur ekki upp á sakirnar. Segja má að Framarar hafi verið klaufar að vera ekki meira en fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.

Andri Finnsson lék sinn fyrsta leik fyrir Gróttu eftir að hafa verið lánaður frá Val. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Meiri skikk komst á leik Gróttu í síðari hálfleik. Fljótlega minnkaði liðið muninn niður í tvö mörk. Nær komst það ekki lengi vel. Hvert sinn sem færi gafst á að minnka forskot Fram niður í eitt mark þá bilaði skot. Undir lokin tókst Gróttu að komast niður í eitt mark. Nær komust þeir ekki.

Gróttumaðurinn Ólafur Brim Stefánsson sækir af Kristni Hrannari Bjarkasyni leikmanni Fram. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Framari er tilbúinn að grípa í taumana.


Framliðið var öflugra og vann sanngjarnan sigur. Liðið lék af þolinmæði og aga auk þess sem markvarslan var betri og það vóg þungt þegar upp var staðið.


Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 9/3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 8, Rógvi Dal Christiansen 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 3, Stefán Darri Þórsson 2, Kristófer Andri Daðason 1, Stefán Orri Arnalds 1, Ólafur Jóhann Magnússon 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 11, 32,4% – Magnús Gunnar Erlendsson 2, 33,3%.
Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 7, Ólafur Brim Stefánsson 6, Andri Þór Helgason 5/2, Ívar Logi Styrmisson 2, Andri Finnsson 2, Hannes Grimm 2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Sveinn Brynjar Agnarsso 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, 28,2%.

Alla tölfræði leiksins er að finna hja HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.


Handbolti.is var í Framhúsinu og fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér að neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -