- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrsti sigurinn í Evrópudeildinni

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í danska liðinu GOG unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni í handknattleik. GOG vann Pelister frá Norður-Makedóníu í hörkuleik í eina leik dagsins í annarri umferð D-riðils, 30:29, á heimavelli. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14 og reyndar munaði aldrei miklu á liðunum.

Viktor Gísli lék hluta leiksins í marki GOG. Hann kom inn á þegar sex mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en var skipt út af þegar um 11 mínútur voru til leiksloka. Hann varði fimm skot, var rúmlega 26% hlutfallsmarkvörslu samkvæmt vef Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Gamla brýnið, Sören Haagen, varði fjögur skot í marki GOG, þar af tvö afar mikilvæg skot í lokin m.a. frá Mario Maras á síðustu andartökum leiksins.

Vinstri hornamaðurinn Emil Jacobsen var markahæstur hjá GOG með níu mörk og Simon Pytlick skoraði sjö. Fjórir leikmenn skoruðu 26 af 30 mörkum liðsins.

Króatinn Stipe Mandalinic skoraði 11 mörk fyrir Pelister og var markahæstur. Blagojche Trajkovski varði 11 skot í marki liðsins.

Viktor Gísli hefur verið slappur síðan fyrir helgina og tók t.d. ekki þátt í viðureign GOG og Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn var. Hann fór í skimun fyrir kórónuveiru um síðustu helgi til að leita af sér grun en niðurstaðan var neikvæð. Viktor Gísli reyndist vera með hefðbundna flensu, sagði Hallgrímur Jónasson faðir Viktors Gísla við handbolta.is.

Þetta var fyrsti leikur Pelister í keppninni en liðið átti að mæta Tatabanya fyrir viku en vegna margra kórónuveirsmita í herbúðum Tatabanya var leiknum frestað eins og viðuregn Tatabanya og Rhein-Neckar Löwen sem fram átti að fara í kvöld í Mannheim.

GOG tapaði með eins marks mun fyrir Kadetten, 29:28, í Sviss fyrir viku.

Leikjadagskrá Evrópudeildarinnar er komin úr skorðum vegna kórnuveirunnar. Aðeins fjórir fara fram í kvöld af 12 sem voru á dagskrá.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -