- Auglýsing -

Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka forskot

Einar Jónsson, Aron Kristjánsson og Adam Haukur Baumruk. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka tap þegar þeir mæta rúmenska liðinu CSM Focsani í síðari viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla á Ásvöllum eftir viku. Þeir töpuðu í kvöld, 28:26, fyrri leiknum sem fram fór í Focsani í Rúmeníu eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 16:14.


Haukar byrjuðu leikinn afar vel og voru yfir fyrstu 20 mínúturnar, síðast 13:10. Eftir það færðu heimamenn sig upp á skaftið jafnt og þétt. Focsaniliði náði fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik, 21:17.

Haukum tókst að lágmarka skaðann en voru óheppnir að sleppa þó ekki með eins marks tap. Leikmenn Focsani skoruðu síðasta mark sitt á lokasekúndunni eftir að hafa náð frákasti af markvörslu Stefáns Huldar Stefánssonar. Stefán Huldar var í marki Hauka allan síðari hálfleik eftir að Aron Rafn Eðvarðsson fékk rautt spjald af óþekktum ástæðum áður en síðari hálfleikur hófst.

Upptaka af leiknum.

Á ýmsu gekk í leiknum og seint verður sagt að dómarar leiksins hafi verið heimamönnum óhliðhollir, einkum í síðari hálfleik.


Mörk Hauka: Darri Aronsson 7, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 6, Jón Karl Einarsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Heimir Óli Heimisson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í stöðu- og textauppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -