- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukum tókst að merja sigur á Eyjamönnum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar unnu ÍBV í upphafsleik Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld, 33:32, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13.


Haukar byrjuðu leikinn mun betur en leikmenn ÍBV og voru m.a. komnir með fimm marka forskot, 7:2, eftir tíu mínútna leik. Eyjamenn hertu upp hugann eftir leikhlé og sóttu í sig veðrið. Ekki síst gerði 5/1 vörn ÍBV-liðsins Haukum oft gramt í geði.


Fimm mörk ÍBV í röð í síðari hálfleik varð þess valdandi að liðið komst yfir, 24:23, þegar 16 mínútur voru til leiksloka. Eftir það skiptust liðin á um að vera með yfirhöndina. Var forskotið annars hvors liðsins aðeins einu sinni umfram eitt mark á annan hvorn veginn. Haukar voru tveimur yfir, 33:31, á síðustu mínútunni áður en Ívar Bessi Viðarsson skoraði 32. mark ÍBV rétt áður en leiktíminn var úti.


Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 8, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Stefán Rafn Sigurmannsson 6, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Adam Haukur Baumruk 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Jakob Aronsson 1, Atli Már Báruson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 11, Stefán Huldar Stefánsson 3.

Mörk ÍBV: Dánjal Ragnarsson 7, Elmar Erlingsson 5, Dagur Arnarsson 4, Sveinn Jose Rivera 4, Nökkvi Snær Óðinsson 3, Arnór Viðarsson 2, Andrés Marel Sigurðsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Janus Dam Djurhuus 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 6, Andri Snær Sigmarsson 1.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.


Klukkan 20 hefst viðureign FH og Stjörnunnar. Leiknum verður streymt á Haukartv eins og öðrum leikjum Hafnarfjarðarmótsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -