- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heldur norður í heimahagana á nýjan leik

Dagur Gautason t.v. ásamt Haddi Júlíusi Stefánssyni formanni handknattleiksdeildar KA. Mynd/KA
- Auglýsing -

Hornamaðurinn eldfljóti, Dagur Gautason, hefur ákveðið að snúa aftur til uppeldisfélags síns, KA, eftir tveggja ára veru hjá Stjörnunni. Frá þessu er greint á heimasíðu KA, daginn eftir að Stjarnan heltist úr lestinni í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla.


Dagur hefur m.a. skorað 126 mörk í 38 leikjum með Stjörnunni í Olísdeildinni á tveimur síðustu árum auk leikja og marka í úrslitakeppninni en fyrir ári komst Stjarnan í fyrsta sinn í undanúrslit í úrslitakeppni Íslandsmótsins.


Dagur er 22 ára gamall. Hann lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki KA leiktímabilið 2017/2018 og lék með yngri landsliðum Íslands í lokakeppni EM og HM. Dagur var kallaður inn í landsliðshópinn á lokaspretti EM í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar sl. en kom ekkert við sögu þegar á hólminn var komið.


Dagur var valinn besti ungi leikmaðurinn í Olísdeildinni tímabilið 2019-2020 en hann var markahæsti leikmaður KA með 85 mörk í 20 leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -