HK er deildarmeistari – endurheimtir sæti í deild þeirra bestu

Sigurjón Guðmundsson og Pálmi Fannar Sigurðsson, leikmenn HK lyfta bikarnum í kvöld eftir sigur HK í Grill 66-deildinni 2021. Mynd/HSÍ

HK varð í kvöld deildarmeistari í Grill 66-deild karla í handknattleik eftir öruggan sigur á ungmennaliði Fram í lokaumferðinni, 29:16. HK endurheimtir þar með sæti sitt í Olísdeildinni á næstu leiktíð en liðið féll úr deildinni fyrir ári síðan.

HK hlaut 32 stig í 18 leikjum, eins og Víkingur en HK stendur betur að vígi í innbyrðis leikjum liðanna. Víkingur tekur þátt í umspili um sæti í Olísdeildinni ásamt Fjölni, Kríu og Herði.

Það var sviðsskrekkur í leikmönnum HK í kvöld. Þeir voru undir snemma leiks m.a. 9:7 en réttu úr kútnum og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11.

Eftir það var enginn vafi á hvort liðið færi með sigur úr býtum.

Mörk Fram U.: Aron Örn Heimisson 4, Marteinn Sverrir Bjarnason 3, Tómas Bragi Gunnarsson 3, Róbert Árni Guðmundsson 3, Hrannar Máni Eyjólfsson 1, Atli Rúnar Sigurðsson 1, Aron Fannar Sindrason 1.
Mörk HK: Símon Michael Guðjónsson 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Bjarki Finnbogason 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Kristján Ottó Hjálmarsson 3, Sigurður Jefferson Gurino 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Kristófer Andri Daðason 1, Kári Tómas Sigurðsson 1, Pálmi Fannar Sigurðsson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Elías Björgvin Sigurðsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.

HK – deildarmeistarar í Grill 66-deild karla 2021. Mynd/Ívar

Lokastaðan í Grill 66-deild karla.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -