- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Elvar Örn Jónsson

Elvar Örn Jónsson lék sinn 36 landsleik í Porto í gærkvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Handbolti.is heldur áfram að kynna þá leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 13. janúar. Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á mótinu daginn eftir en þá mætir íslenska landsliðið Portúgölum.
Tuttugu leikmenn eru í landsliðshópnum og er reiknað með að þeir fari til Egyptalands þótt aðeins megi tefla 16 leikmönnum fram í hverjum leik.

Næstur í röðinni er Elvar Örn Jónsson. Hlekkur á fyrri kynningar er að finna neðst í þessari grein og svo verður þar til kynningum lýkur um það bil þegar flautað verður til leiks á HM í Egyptalandi. Handbolti.is verður í Kaíró og mun fylgjast með keppninni eftir föngum og ströngustu sóttvörnum.

Elvar Örn Jónsson

Elvar Örn er 23 ára gamall Selfyssingur sem um þessar mundir leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Skjern. Elvar Örn kom til liðsins í sumarið 2019 eftir að hafa verið burðarás í fyrsta Íslandsmeistaraliði Selfoss í handknattleik karla um vorið.

Elvar Örn hóf að æfa handknattleik barn að aldri á Selfossi og lék með liðum félagsins upp í meistaraflokk. Hann átti einnig sæti í yngri landsliðum Íslands.

Elvar Örn lék sinn fyrsta landsleik gegn Noregi í Sotra Arena 5. apríl 2018 og hefur síðan vart misst úr leik. Hann var valinn í æfingahóp fyrir EM 2018 en meiðsli komu í veg fyrir þátttöku hans. Elvar Örn stimplaði sig inn í landsliðið af krafti á HM í Þýskalandi 2019 en það var hans fyrsta stórmót með A-landsliðinu. Hann skoraði 26 mörk í átta viðureignum. Alls eru  A-landsleikirnir orðnir 36 og mörkin í þeim 98.

Elvar Örn var valinn besti leikmaður Olísdeildarinnar 2018 og 2019 auk þess að vera útnefndur verðmætasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildarinnar 2019.

Fyrri kynningar: Ágúst Elí BjörgvinssonBjörgvin Páll GústavssonViktor Gísli HallgrímssonBjarki Már Elísson, Ólafur Andrés Guðmundsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -