- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Heimsmeistararnir mörðu sigur – Rússar töpuðu stigi

Tess Wester markvörður hollenska landsliðsins fagnar ásamt samherjum eftir einn af sigurleikjum hollenska landsliðsins á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ríkjandi heimsmeistarar Hollands eru ennþá taplausir á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna á Spáni. Þeir lögðu Rúmena í hörkuleik, 31:30, í fyrstu umferð í öðrum milliriðli mótsins í dag.

Litlu mátti þó muna að rúmenska liðið næði öðru stiginu en segja má að heilladísirnar hafi verið með heimsmeisturunum. Tess Wester, markvörður, sýndi mátt sinn og megin og varði mikilvæg skot á síðustu mínútunum.


Rúmenar voru þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 17:14. Þeir veittu heimsmeisturunum harða keppni allt til loka en staðan var jöfn, 29:29, þegar skammt var eftir af leiktímanum.


Holland hefur þar með fimm stig eftir þrjá leiki og stigi á undan Noregi sem leikur klukkan 17 við Púertó Ríkó. Rúmenska liðið hefur tvö stig og á litla möguleika á sæti í átta lið úrslitum en þangað fara tvö efstu lið hvers milliriðils en þeir eru fjórir.

Mörk Hollands: Bo Van Wetering 6, Kelly Dulfer 4, Laura Van Der Heijden 4, Danick Snelder 4, Inger Smits 3, Lois Abbingh 3, Estavana Polman 2, Angela Malestein 2, Debbie Bont 1, Tess Wester 1, Dione Housheer 1.

Mörk Rúmeníu: Cristina Laslo 6, Crina-Elena Pintea 6, Lorena-Gabriela Ostase 5, Dana-Andreea Rotaru 4, Bianca Elena Harabagiu 3, Laura Moisa 2, Alina Ilie 2, Elena-Nicoleta Dinca 1, Bianca-Maria Bazaliu 1.

Slóvenar halda í vonina

Slóvenar halda í vonina um sæti í átta lið úrslitum eftir jafntefli við Rússa í milliriðli eitt. Í jöfnum leik var slóvenska liðið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14. Rússar hafa þar með fimm stig eftir þrjá leiki en Slóvenar þrjú stig. Slóvenar lögðu íslenska landsliðið í umspilsleikjum um sæti á HM í vor.


Frakkar hafa fjögur stig og leika við stigalausa Pólverja klukkan 19.30. Serbar og Svartfellingar eigast við klukkan 17. Serbar eru með tvö stig en Svartfellingar eru stigalausir. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV2.


Mörk Rússlands: Ekaterina Ilina 7, Julia Managarova 5, Elena Mikhaylichenko 5, Antonina Skorobogatchenko 4, Julia Markova 3, Olga Fomina 1, Anastasiia Illarionova 1.

Mörk Slóvena: Tjasa Stanko 7, Ana Gros 4, Natasa Ljepoja 4, Nina Zulic 3, Maja Svetik 3, Alja Varagic 2, Petra Kramar 2, Tija Gomilar 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -