- Auglýsing -

HM: Kína hætt keppni – á leið í 6 vikna sóttkví á Spáni

Kim landsliðsþjálfari Kína og liðsmenn hans eru síður en svo á heimleið þrátt fyrir að hafa dregið sig úr keppni á HM á Spáni. Mynd/EPA

Kínverska landsliðið í handknattleik dró sig í gærkvöld út úr keppni á heimsmeistaramótinu á Spáni eftir að einn leikmaður liðsins greindist smitaður af kórónuveirunni.

Leikmaðurinn er hinsvegar ekki á heimleið á næstunni því samkvæmt kínverskum sóttvarnarreglum má hún ekki kom til Kína fyrr en eftir sex vikur! Er henni gert að halda sig í sóttkví á hóteli á Spáni þangað til. Sú kínverska verður á Spáni þar til síðla í janúar verði reglunum haldið til streitu.

Aðrir í kínverska landsliðinu, leikmenn þjálfarar, fararstjóri og aðrir aðstoðarmenn verða að fara í hálfsmánaðar sóttkví fyrir brottför frá Spáni. Greinist ekkert smit í þeirra hópi koma þau heim fimm til sex dögum eftir að heimsmeistaramótinu á Spáni lýkur en úrslitaleikurinn á að fara fram 19. desember.


Kínverjum gekk ekki vel á mótinu. Þeir hafa tapað fjórum leikjum og verða nú að gefa þá leiki sem eftir eru og þar með er ljóst að kínverska landsliðið rekur lestina á heimsmeistaramótinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -