- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR leikur til úrslita eftir annan sigur á FH

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

ÍR leikur til úrslita í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir að hafa lagt FH í tvígang í undanúrslitum. Síðari leikurinn var í kvöld í Kaplakrika og vann ÍR með fimm marka mun, 25:20, og samanlagt 53:47, í tveimur leikjum.

ÍR var með yfirhöndina frá upphafi til enda í leiknum kvöld. FH tókst að jafna nokkrum sinnum en aldrei að komast yfir. Að loknum fyrri hálfleik var munurinn tvö mörk, 12:10.


ÍR mætir annað hvort HK eða Gróttu í úrslitum sem hefjast mánudaginn 9. maí.


Ísabella Schöbel Björnsdóttur unglingalandsliðsmarkvörður og leikmaður ÍR varði afar vel í leiknum og lá munurinn á liðunum ekki síst í frammistöðu hennar.


FH-liðið var skrefi á eftir frá upphafi til enda. Ekki síst reyndist slæm byrjun á leiknum liðinu dýr þegar upp var staðið. Ekki bætti úr skák að ein reyndasta kona liðsins, Fanney Þóra Þórsdóttir meiddist á hné í byrjun síðari hálfleiks og kom ekkert meira við sögu. Bættust meiðsli hennar ofan á að Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir, markvörður, meiddist í upphitun fyrir fyrri viðureignina á föstudaginn í Austurbergi.


Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 4, Sigrún Jóhannsdóttir 4, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 4, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Emilía Ósk Steinarsdóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 1, Fanney Þóra Þórsdóttir 1.

Mörk ÍR: Hildur María Leifsdóttir 6, Laufey Lára Höskuldsdóttir 5, Karen Tinna Demian 5, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Fanney Ösp Finnsdóttir 2, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 1.


Handbolti.is var í Kaplakrika og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -