Íslandsmeistararnir styrkjast

Hekla Rún Ámundadóttir er mætt í Frambúninginn. Mynd/Fram

Handknattleikskonan Hekla Rún Ámundadóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Íslands- og deildarmeistara Fram. Hún kemur til félagsins frá Haukum þar sem hún hefur leikið síðustu fjögur ár.


Hekla Rún þekkir vel til hjá Fram eftir að hafa leikið með liði félagsins í sex ár fram til ársins 2017. Einnig þjálfaði Hekla Rún yngri flokka Fram á þessum tíma.
Eftir dvölina hjá Fram var Hekla Rún utanlands í námi um skeið áður en hún kom heim og lék með Aftureldingu framan af keppnistímabilinu 2017/2018 áður en hún gekk til liðs við Hauka í ársbyrjun 2018.


Hekla Rún er örvhent og getur leikið jafnt í hægra horni sem og í skyttustöðunni hægra megin.


„Það er mikið ánægjuefni að fá Heklu aftur heim í Fram enda er hún Framari. Hún kemur til með að auka breiddina í okkar góða liði og mun smellpassa inn í hópinn enda þekkir hún vel til leikmannahópsins. Hún er góður leikmaður bæði í vörn og sókn og mun styrkja liðið á báðum endum vallarins,“ segir Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður handknattleiksdeildar Fram í tilkynningu deildarinnar.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -