- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar létu til sína taka í bikarkeppninni

Teitur Örn Einarsson, leikur ekki fleiri leiki fyrir IFK Kristianstad. Ljósmynd/IFK Kristianstad
- Auglýsing -

Keppni í sænsku bikarkeppninni í handknattleik karla og kvenna hófst í vikunni og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Fyrsti hluti keppninnar fer fram í átta fjögurra liða riðlum og er leikin einföld umferð. Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í sextán liða úrslit. Eftir það verður leikið með útsláttarfyrirkomulagi eins og hefðbundið er.


Í vikunni var semsagt fyrsta leikvika riðlakeppni 32-liða úrslita. Önnur leikvika stendur yfir frá laugardeginum 21. ágúst og á að vera lokið miðvikudaginn 25. Þriðja umferð fer fram helgina 28. og 29. ágúst. Þar með eiga sextán lið að standa eftir og jafnmörg að heltast úr lestinni.

  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði sjö mörk fyrir Skövde sem komst í hann krappann á móti Västerås Irsta á heimavelli síðarnefnda liðsins. Skövde tókst að kreista fram sigur, 32:31. Bjarni var ekki aðeins aðsópsmikill í sóknarleiknum heldur var hann fastur fyrir í vörninni. Fékk hann sína þriðju brottvísun á 48. mínútu leiksins og kom þar af leiðandi ekkert meira við sögu.
  • Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk fyrir IFK Kristianstad sem tapaði fyrir Vinslövs HK, 28:27, á heimavelli Vinslövs-liðs sem var með sex marka forskot í hálfleik, 18:12.
  • Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir sitt nýja lið, Guif frá Eskilstuna, í stórsigri á Rimbo, 42:25. Daníel Freyr Andrésson er annar markvarða Guif. Hann stóð á milli stanganna á lokakafla leiksins og stóð fyrir sínu.
  • Ásdís Þóra Ágústsdóttir er ekki farin að leika með Lugi en hún sleit krossband síðla vetrar og verður frá keppni fram á næsta ár af þeim sökum. Lugi vann Heid, 40:28.
  • Andrea Jacobsen og samherjar í Kristianstad HK léku ekki í vikunni en standa þess í stað í ströngu um helgina. Þær leika gegn VästeråsIrsta HK á laugardaginn og daginn eftir á móti Eskilstuna Guif IF.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -